Bleiki fíllinn, dagur eitt
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig átakinu bleiki fíllinn reiðir af í Vestmannaeyjum um helgina. Kannski virkar það betur að íþróttafélag (forvarnarhópur ÍBV) beini þeim tilmælum til karlmanna að nauðga ekki, heldur en þegar feministar segja það. Kannski munar það hreinlega öllu. Ef nú alltíenu enginn karlmaður nauðgar á þjóðhátíð þá er það frábært og þá skal ég hrósa ÍBV og þeirra framtaki í hástert.
Svo mælir forvarnarhópur ÍBV.
Mér finnst samt að það megi ekki gleymast að þetta tiltæki ÍBV er viðleitni til að snúa vörn í sókn eftir að formaður þjóðhátíðar-nefndar hélt fram þeirri svívirðu að Stígamót ykju á vandann (nauðganir væru þeim að kenna) og því væri ómögulegt að hafa Stígamót á þjóðhátíð. Hann var dyggilega studdur af Eyjamönnum en uppskar verðskuldaða fordæmingu feminista og annars siðaðs fólks. Það varð til þess að einhver í Eyjum hefur rankað við sér og áttað sig á að eitthvað varð að gera. Niðurstaðan var átakið bleiki fíllinn.
En eitt verður að leiðrétta. Það er ekki fyrst núna verið að „opna umræðuna“ og ekki fyrst núna sem karlmenn tala við karlmenn um nauðganir. Áður en bleiki fíllinn kom til sögunnar voru Stígamót fyrst til að vekja athygli á vandanum og koma fórnarlömbum nauðgara til hjálpar á útihátíðum, þ.á m. þjóðhátíð. Karlahópur Femínistafélags Íslands hefur um árabil verið með átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina. Aðrir feministar hafa í ræðu og riti lagt sitt fram til að fræða karla um nauðganir (við litlar undirtektir ef ekki skammir og svívirðingar). Ef þessir aðilar hefðu ekki opnað umræðuna, vakið athygli á nauðgunum og nauðgurum þá væri bleiki fíllinn ekki nú umtalaður á þjóðhátíð.
Burtséð frá því, þá óska ég þess innilega að átakið bleiki fíllinn virki. Það er mál að nauðgunum linni á þjóðhátíð.
Ef samþykkið vantar, er það nauðgun.
Ef það hefur ekki heyrst skýrt já, þá er það nauðgun.
Vill nokkur vera nauðgari?
Við viljum með þessu opna umræðuna, nauðgun er ofbeldisglæpur sem hefur grafalvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlambið og ekkert réttlætir slíkt. Til að rjúfa þessa samfélagslegu þöggun viljum við fá karlmenn til að tala við aðra karlmenn um "bleika fílinn".
Svo mælir forvarnarhópur ÍBV.
Mér finnst samt að það megi ekki gleymast að þetta tiltæki ÍBV er viðleitni til að snúa vörn í sókn eftir að formaður þjóðhátíðar-nefndar hélt fram þeirri svívirðu að Stígamót ykju á vandann (nauðganir væru þeim að kenna) og því væri ómögulegt að hafa Stígamót á þjóðhátíð. Hann var dyggilega studdur af Eyjamönnum en uppskar verðskuldaða fordæmingu feminista og annars siðaðs fólks. Það varð til þess að einhver í Eyjum hefur rankað við sér og áttað sig á að eitthvað varð að gera. Niðurstaðan var átakið bleiki fíllinn.
En eitt verður að leiðrétta. Það er ekki fyrst núna verið að „opna umræðuna“ og ekki fyrst núna sem karlmenn tala við karlmenn um nauðganir. Áður en bleiki fíllinn kom til sögunnar voru Stígamót fyrst til að vekja athygli á vandanum og koma fórnarlömbum nauðgara til hjálpar á útihátíðum, þ.á m. þjóðhátíð. Karlahópur Femínistafélags Íslands hefur um árabil verið með átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina. Aðrir feministar hafa í ræðu og riti lagt sitt fram til að fræða karla um nauðganir (við litlar undirtektir ef ekki skammir og svívirðingar). Ef þessir aðilar hefðu ekki opnað umræðuna, vakið athygli á nauðgunum og nauðgurum þá væri bleiki fíllinn ekki nú umtalaður á þjóðhátíð.
Burtséð frá því, þá óska ég þess innilega að átakið bleiki fíllinn virki. Það er mál að nauðgunum linni á þjóðhátíð.
<< Home