miðvikudagur, júlí 11, 2012

Til hvers notar Ólafur Stephensen tjáningarfrelsi sitt?

Forsíða Fréttablaðsins er ekki undirlögð af dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Blaðsíða 2 er ekki lögð undir frétt um málið og heldur ekki blaðsíða 4. Það er ekki fyrr en á blaðsíðu 6 sem fyrirsögnin „Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum“ blasir við. Eins og fjölmiðlar eru nú yfirleitt uppteknir af sjálfum sér og sínu fólki, svo ekki sé nú talað um almennt fréttagildi málsins, þá er þetta í meira lagi undarlegt. Ekki vekur síður undrun að ritstjóri blaðsins Ólafur Þ. Stephensen eyðir engum orðum á þennan úrskurð tjáningarfrelsi blaðamanna í vil, heldur skrifar innblásinn leiðara um — grassprettu og njóla.

Nú held ég að það sé alveg orðið ljóst að þetta grasnöldur og njólatuð er sérlegt áhugamál Sjálfstæðismanna vegna þess að þeir þola ekki að vera í minnihluta í borginni, og ráði þeir fjölmiðlum þyki þeim af sömu ástæðu þeim mikilvægt forsíðuefni að berja á ríkisstjórninni. Alvarlegra er þó ef þeir eru svo sinnulausir um tjáningarfrelsi blaðamanna að þeim þykir varla orðum á það eyðandi.

___
Viðbót: Degi síðar skrifar Ólafur loks leiðara um málið.

Efnisorð: , ,