Til hvers notar Ólafur Stephensen tjáningarfrelsi sitt?
Forsíða Fréttablaðsins er ekki undirlögð af dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Blaðsíða 2 er ekki lögð undir frétt um málið og heldur ekki blaðsíða 4. Það er ekki fyrr en á blaðsíðu 6 sem fyrirsögnin „Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum“ blasir við. Eins og fjölmiðlar eru nú yfirleitt uppteknir af sjálfum sér og sínu fólki, svo ekki sé nú talað um almennt fréttagildi málsins, þá er þetta í meira lagi undarlegt. Ekki vekur síður undrun að ritstjóri blaðsins Ólafur Þ. Stephensen eyðir engum orðum á þennan úrskurð tjáningarfrelsi blaðamanna í vil, heldur skrifar innblásinn leiðara um — grassprettu og njóla.
Nú held ég að það sé alveg orðið ljóst að þetta grasnöldur og njólatuð er sérlegt áhugamál Sjálfstæðismanna vegna þess að þeir þola ekki að vera í minnihluta í borginni, og ráði þeir fjölmiðlum þyki þeim af sömu ástæðu þeim mikilvægt forsíðuefni að berja á ríkisstjórninni. Alvarlegra er þó ef þeir eru svo sinnulausir um tjáningarfrelsi blaðamanna að þeim þykir varla orðum á það eyðandi.
___
Viðbót: Degi síðar skrifar Ólafur loks leiðara um málið.
Nú held ég að það sé alveg orðið ljóst að þetta grasnöldur og njólatuð er sérlegt áhugamál Sjálfstæðismanna vegna þess að þeir þola ekki að vera í minnihluta í borginni, og ráði þeir fjölmiðlum þyki þeim af sömu ástæðu þeim mikilvægt forsíðuefni að berja á ríkisstjórninni. Alvarlegra er þó ef þeir eru svo sinnulausir um tjáningarfrelsi blaðamanna að þeim þykir varla orðum á það eyðandi.
___
Viðbót: Degi síðar skrifar Ólafur loks leiðara um málið.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar, pólitík
<< Home