19. júní Ársrit Kvenréttindafélags Íslands
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands kom út á kvenréttindadaginn nú sem endranær enda heitir ritið 19. júní. Því var dreift með Fréttablaðinu, eins og í fyrra, og fer því eflaust framhjá þeim sem ekki fá þann snepil sendan heim til sín (eða henda honum ólesnum). 19. júní þetta árið er fín lesning.* Aðalgreinin er um vændiskaup og Stóru systur. Einnig er viðtal við nýja biskupinn og forsetaframbjóðendur spurðir hvort þeir séu feministar. Þá er fjallað um tímarit um samtímalist sem heitir Endemi, feminíska vefinn Knúz, Druslugönguna (sem fór vel fram í dag; ég hef trú á því að hún sæki í sig veðrið og verði enn fjölmennari að ári), Nei-hópinn og sitthvað fleira. Þá skrifar Helga Guðrún Jónasdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands hressilegan pistil sem ber titilinn Helvítis kellingarnar. Forsíðan er flott. Semsagt gott blað.
___
* Það eina sem vantar í 19. júní þetta árið er listi yfir flott og feminísk blogg, eins og birtur var á bls. 4 í 19. júní í fyrra (ath. það þarf að fletta framhjá nokkrum síðum áður en 19. júní blaðið birtist). Ég er nú búin að bíða nokkra daga eftir að leiðrétting birtist í Fréttablaðinu en það virðist borin von að listinn birtist á þeim vettvangi. Ég treysti á að úr þessum mistökum verði bætt að ári.
___
* Það eina sem vantar í 19. júní þetta árið er listi yfir flott og feminísk blogg, eins og birtur var á bls. 4 í 19. júní í fyrra (ath. það þarf að fletta framhjá nokkrum síðum áður en 19. júní blaðið birtist). Ég er nú búin að bíða nokkra daga eftir að leiðrétting birtist í Fréttablaðinu en það virðist borin von að listinn birtist á þeim vettvangi. Ég treysti á að úr þessum mistökum verði bætt að ári.
Efnisorð: feminismi
<< Home