19. júní 2012
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra stýrir ríkisstjórn sem á við ótrúlegt andstreymi að stríða, innan þings sem utan. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin náð að rétta nokkuð hlut kvenna frá því sem áður var. Þessu hefur hún tildæmis komið til leiðar:
Þetta er nú ekkert lítið. Ég fyrir mitt leyti er mjög þakklát fyrir þessa ríkisstjórn, enda er hún mjög góð (þó ég hafi pínulítið gagnrýnt hana um daginn), sú besta sem völ er á.
„Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins.
Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum.“
Þetta er nú ekkert lítið. Ég fyrir mitt leyti er mjög þakklát fyrir þessa ríkisstjórn, enda er hún mjög góð (þó ég hafi pínulítið gagnrýnt hana um daginn), sú besta sem völ er á.
<< Home