Sjómannadagur í skugga hótana LÍÚ
LÍÚ hefur boðað að fiskiskipaflotinn verði bundinn við bryggju næstu vikuna. Það er ekki af umhyggju fyrir sjómönnum, þetta á ekki að marka upphaf árlegrar sjómannaviku, heldur er þetta enn ein aðferðin til að kúga stjórnvöld til hlýðni. Nýlega mátti sjá grímulausa kúgunaraðferð Þorsteins 'Boom' Baldvinssonar þegar Seðlabankinn tók vílingar og dílingar Samherja til rannsóknar, og er þó rányrkjan við strendur Afríku ekki undir eða varsla gróðans í skattaskjólum. Þetta er allt á sömu bókina lært.
Mér er til efs að sjómenn fái full laun meðan á þessari vinnustöðvun verður, enda þótt skipunin komi að ofan en sé ekki liður í kjarabaráttu sjómanna. Það eru því heldur kaldar kveðjur sem LÍÚ sendir sjómönnum á sjómannannadaginn.
Mér er til efs að sjómenn fái full laun meðan á þessari vinnustöðvun verður, enda þótt skipunin komi að ofan en sé ekki liður í kjarabaráttu sjómanna. Það eru því heldur kaldar kveðjur sem LÍÚ sendir sjómönnum á sjómannannadaginn.
Efnisorð: Verkalýður
<< Home