Hárin risu á handleggjunum á henni þegar hún fletti tímaritinu
Ég veit svosem ekki hversu víðtækt eða áhrifamikið „Keep it real“ átakið verður, sem sagt er að standi yfir. En sannarlega mætti minnka myndvinnslu (photoshop) í tímaritum, hún er löngu orðin fáránleg.
Ekki alls fyrir löngu rakst ég á nokkur u.þ.b. tuttugu ára gömul tískublöð (ekki eru öll gistihús með bókakost) og skoðaði vandlega, aðallega til að hlæja að tískunni. Allt virkaði mjög gamaldags og sérkennilega á mig. Ég sá reyndar ekki betur en fyrirsæturnar væru allar mjög grannar, kannski ekki alveg eins grannar og þær grennstu í dag en engir sáust þó keppirnir. Og þó, ein mynd var af konu í bikini eða sundbol, semsagt alveg berlæruð, og vegnaþess að hún stóð gleið sást sást í 'spikið' á rasskinnunum eða lærunum aftanverðum þó sýnt væri framan á konuna. Síðar skoðaði ég nýlegar tískumyndir sem teknar eru af jafnfáklæddum konum og ég fann enga þar sem svona sést, að öllum líkindum er það alltaf fótósjoppað burt.
Annað sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu en smá rann upp fyrir mér eftir því sem ég starði lengur er að í gömlu tímaritunum hafa konur hár. Nei, ég er ekki að reyna að halda því fram að þær hafi verið með loðna leggi og órakaðar undir höndunum, á þeim tíma voru það bara austurþýskir kúluvarparar af sterabættu kvenkyni sem skörtuðu þvílíku. En þessar í blöðunum voru með smávegis hár á framhandleggjunum, það sást smá dúnn á kinnunum, eyrnasneplunum, og á maganum glitraði dúnninn af sólarólíu.
Á þessum tíma var alveg möguleiki að fjarlægja fæðingarbletti og allskonar önnur 'lýti' með tæknibrellum. Ég man t.d. ekki betur en fæðingarbletturinn á Cindy Crawford hafi stundum verið fjarlægður af myndum þar til að hann varð að vörumerki hennar. Eflaust var því á þessum tíma hægt að láta húð líta út fyrir að vera algerlega hárlausa, en svo langt var bara geggjunin ekki gengin ennþá. Þó voru fyrirsætur auðvitað málaðar til hins ítrasta og ýmislegt lagað til, enda sagði víst einhver ofurfyrirsætan, gott ef ekki fyrrgreind Cindy Crawford, að meira segja hún líktist ekki Cindy Crawford. Semsagt, það lítur engin manneskja svona út nema með gríðarlegum tilfæringum fjölda fagmanna og tæknivinnslu eftir að myndatöku lýkur.
Það væri nú aldeilis fróðlegt ef tískutímarit tækju sig til og sýndu tískufyrirmyndir ungu stelpnanna í dag ófótosjoppaðar. Þá kæmi kannski í ljós að þær eru ekki svo grannar að það sjáist ekki í hold þegar þær standa gleiðar, að þær eru sumar með ljóst hár og aðrar dökkt á framhandleggjunum, að þær eru jafnvel með hár á tánum og í nefinu, svona eins og venjulegt fólk. Ég er reyndar alveg viss um að varaliturinn fer þeim jafn vel fyrir því og að þær eru samt flottar í bikini. Fegrunar- og tískuiðnaðurinn getur varla tapað svo miklu á því að sýna konur með hár á handleggjunum.
Ekki alls fyrir löngu rakst ég á nokkur u.þ.b. tuttugu ára gömul tískublöð (ekki eru öll gistihús með bókakost) og skoðaði vandlega, aðallega til að hlæja að tískunni. Allt virkaði mjög gamaldags og sérkennilega á mig. Ég sá reyndar ekki betur en fyrirsæturnar væru allar mjög grannar, kannski ekki alveg eins grannar og þær grennstu í dag en engir sáust þó keppirnir. Og þó, ein mynd var af konu í bikini eða sundbol, semsagt alveg berlæruð, og vegnaþess að hún stóð gleið sást sást í 'spikið' á rasskinnunum eða lærunum aftanverðum þó sýnt væri framan á konuna. Síðar skoðaði ég nýlegar tískumyndir sem teknar eru af jafnfáklæddum konum og ég fann enga þar sem svona sést, að öllum líkindum er það alltaf fótósjoppað burt.
Annað sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu en smá rann upp fyrir mér eftir því sem ég starði lengur er að í gömlu tímaritunum hafa konur hár. Nei, ég er ekki að reyna að halda því fram að þær hafi verið með loðna leggi og órakaðar undir höndunum, á þeim tíma voru það bara austurþýskir kúluvarparar af sterabættu kvenkyni sem skörtuðu þvílíku. En þessar í blöðunum voru með smávegis hár á framhandleggjunum, það sást smá dúnn á kinnunum, eyrnasneplunum, og á maganum glitraði dúnninn af sólarólíu.
Á þessum tíma var alveg möguleiki að fjarlægja fæðingarbletti og allskonar önnur 'lýti' með tæknibrellum. Ég man t.d. ekki betur en fæðingarbletturinn á Cindy Crawford hafi stundum verið fjarlægður af myndum þar til að hann varð að vörumerki hennar. Eflaust var því á þessum tíma hægt að láta húð líta út fyrir að vera algerlega hárlausa, en svo langt var bara geggjunin ekki gengin ennþá. Þó voru fyrirsætur auðvitað málaðar til hins ítrasta og ýmislegt lagað til, enda sagði víst einhver ofurfyrirsætan, gott ef ekki fyrrgreind Cindy Crawford, að meira segja hún líktist ekki Cindy Crawford. Semsagt, það lítur engin manneskja svona út nema með gríðarlegum tilfæringum fjölda fagmanna og tæknivinnslu eftir að myndatöku lýkur.
Það væri nú aldeilis fróðlegt ef tískutímarit tækju sig til og sýndu tískufyrirmyndir ungu stelpnanna í dag ófótosjoppaðar. Þá kæmi kannski í ljós að þær eru ekki svo grannar að það sjáist ekki í hold þegar þær standa gleiðar, að þær eru sumar með ljóst hár og aðrar dökkt á framhandleggjunum, að þær eru jafnvel með hár á tánum og í nefinu, svona eins og venjulegt fólk. Ég er reyndar alveg viss um að varaliturinn fer þeim jafn vel fyrir því og að þær eru samt flottar í bikini. Fegrunar- og tískuiðnaðurinn getur varla tapað svo miklu á því að sýna konur með hár á handleggjunum.
Efnisorð: feminismi
<< Home