Vondur forseti getur náð endurkjöri
George W. Bush yngri varð forseti Bandaríkjanna árið 2001 með nettu kosningasvindli. Hann þótti ekki efnilegur forseti. En varla var kjörtímabilið hafið þegar gerð var hryðjuverkaárás á Bandaríkin. Bush lýsti umsvifalaust yfir stríði gegn hryðjuverkum og réðist inn í Afghanistan. Í mars 2003 réðist hann svo inn í Írak. Heima fyrir þóttu mörgum að með þessu sýndi hann að hann væri traustur leiðtogi sem tók af skarið á erfiðum tímum og leiddi þjóðina í stríðinu gegn hryðjuverkum. Tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak lýsti hann yfir að verkefninu væri lokið, „mission accomplished“. Hann var búinn að krýna sjálfan sig sigurvegara. Því þannig sáu margir kjósenda hann: traustur, sterkur, sigurvegari. Betra gat það ekki orðið. Árið 2004 var Bush kosinn aftur af fólki sem vildi sterkan leiðtoga sem hikaði ekki við að fara í stríð, alveg sama þó hann hefði margsinnis orðið þjóð sinni til skammar (og því hlutverki hans var reyndar hvergi nærri lokið).
Seinna kjörtímabilið einkenndist af stríðsrekstri, uppljóstrunum á pyntingum (Guantanamo, Abu Ghraib) en einnig hörmulegu klúðri þegar fellibylurinn Katrina lagði New Orleans í rúst. Á meðan voru Alan Greenspan og fjármálasnillingar á Wall Street að leggja drögin að heimskreppu.
Sjaldan hafa Bandaríkjamenn haft jafn vondan forseta . Evrópubúar upp til hópa, Íslendingar þarmeð taldir, gerðu linnulaust grín að Bush. Það var ýmist hlegið eða hneykslast á þessum fáráði. Hættulega fáráði.
Því má ekki gleyma að ekki voru allir Bandaríkjamenn hrifnir af Bush. Hann olli velupplýstum Bandaríkjamönnum sálarkvölum, þeim þótti hörmulegt að vera spyrtir saman við þá landa sína sem kusu Bush.
Ef svo fer sem horfir, verður Ólafur Ragnar endurkjörinn í embætti forseta Íslands á morgun. Þó var hann illa þokkaður vegna eigin framkomu á útrásartímanum og átti örugglega enga möguleika á endurkjöri — þar til að Icesave bjargaði honum. Hann hefur, eins og Bush, hrósaði sigri í því máli, löngu áður en málið er til lykta leitt. En það breytir ekki því að illa upplýstir kjósendur fíla hann, sterka leiðtogann, stríðsherrann sinn. Litið er á hann sem sterkan leiðtoga á hættutímum. Það er reyndar bara Ólafur Ragnar sem spáir þessum hættum, en um leið hefur honum tekist að fullvissa marga um að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina framhjá þeim. Ólafur Ragnar mun kannski ekki verða að athlægi erlendis (nema upp komist um auglýsingar þar sem hann er kynntur sem Dalai Lama norðursins) en hér innanlands elur hann á ófriði.
Mér hugnast það ekki.
Seinna kjörtímabilið einkenndist af stríðsrekstri, uppljóstrunum á pyntingum (Guantanamo, Abu Ghraib) en einnig hörmulegu klúðri þegar fellibylurinn Katrina lagði New Orleans í rúst. Á meðan voru Alan Greenspan og fjármálasnillingar á Wall Street að leggja drögin að heimskreppu.
Sjaldan hafa Bandaríkjamenn haft jafn vondan forseta . Evrópubúar upp til hópa, Íslendingar þarmeð taldir, gerðu linnulaust grín að Bush. Það var ýmist hlegið eða hneykslast á þessum fáráði. Hættulega fáráði.
Því má ekki gleyma að ekki voru allir Bandaríkjamenn hrifnir af Bush. Hann olli velupplýstum Bandaríkjamönnum sálarkvölum, þeim þótti hörmulegt að vera spyrtir saman við þá landa sína sem kusu Bush.
Ef svo fer sem horfir, verður Ólafur Ragnar endurkjörinn í embætti forseta Íslands á morgun. Þó var hann illa þokkaður vegna eigin framkomu á útrásartímanum og átti örugglega enga möguleika á endurkjöri — þar til að Icesave bjargaði honum. Hann hefur, eins og Bush, hrósaði sigri í því máli, löngu áður en málið er til lykta leitt. En það breytir ekki því að illa upplýstir kjósendur fíla hann, sterka leiðtogann, stríðsherrann sinn. Litið er á hann sem sterkan leiðtoga á hættutímum. Það er reyndar bara Ólafur Ragnar sem spáir þessum hættum, en um leið hefur honum tekist að fullvissa marga um að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina framhjá þeim. Ólafur Ragnar mun kannski ekki verða að athlægi erlendis (nema upp komist um auglýsingar þar sem hann er kynntur sem Dalai Lama norðursins) en hér innanlands elur hann á ófriði.
Mér hugnast það ekki.
<< Home