Allt er vænt sem vel er sprottið
Það er eitthvað sérlega mikið að hjá fólki sem grenjar yfir sameiningu leikskóla en nennir svo að kvarta yfir því að sjá grasflöt eða umferðareyju sem ekki burstaklippt eins og golfvöllur. Kannski kemur nöldrið frá firrtum golfspilurum sem halda eins og klámsjúkir unglingsstrákar að náttúruleg spretta sé afbrigðileg og sóðaleg.
Það er reyndar kona (hún er kannski golfari) sem talar um sprottið gras sem „sóðalegt“ í athugasemd við bloggfærslu Illuga Jökulssonar. Finnst fólki í alvöru gras sóðalegt ef það fær að spretta? Eru þá óslegin engi subbuskapur og hreinasta ullabjakk?
Án þess að ég sé stórkostlegur aðdáandi Jóns Gnarrs og núverandi borgarstjórnar,** þá finnst mér fáránlegt að heyra endalaust nöldur um að grasið sé ekki slegið nógu oft.* Hvar í andskotanum má spara ef ekki þar?
___
*Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað útí að fólk sem kvartar undan grasvexti í Reykjavík geti verið með ofnæmi. Veit því ekki hverju það skiptir að umferðareyjar og annað gras á almannafæri sé slegið ef um allan bæ eru húsagarðar sem eru misoft slegnir. En miðað við eina athugasemdina hjá Illuga þá andar fólk léttar í öðrum sveitarfélögum. Sé grasspretta heilbrigðisvandamál mun ég endurskoða afstöðu mína og heimta að malbikað verði yfir allt heila klabbið.
** Ekki er ég heldur ein þeirra sem vil fá ritstj. í Hádegismóum aftur sem borgarstjóra, sem er kannski (illa) dulinn draumur grashataranna.
Það er reyndar kona (hún er kannski golfari) sem talar um sprottið gras sem „sóðalegt“ í athugasemd við bloggfærslu Illuga Jökulssonar. Finnst fólki í alvöru gras sóðalegt ef það fær að spretta? Eru þá óslegin engi subbuskapur og hreinasta ullabjakk?
Án þess að ég sé stórkostlegur aðdáandi Jóns Gnarrs og núverandi borgarstjórnar,** þá finnst mér fáránlegt að heyra endalaust nöldur um að grasið sé ekki slegið nógu oft.* Hvar í andskotanum má spara ef ekki þar?
___
*Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað útí að fólk sem kvartar undan grasvexti í Reykjavík geti verið með ofnæmi. Veit því ekki hverju það skiptir að umferðareyjar og annað gras á almannafæri sé slegið ef um allan bæ eru húsagarðar sem eru misoft slegnir. En miðað við eina athugasemdina hjá Illuga þá andar fólk léttar í öðrum sveitarfélögum. Sé grasspretta heilbrigðisvandamál mun ég endurskoða afstöðu mína og heimta að malbikað verði yfir allt heila klabbið.
** Ekki er ég heldur ein þeirra sem vil fá ritstj. í Hádegismóum aftur sem borgarstjóra, sem er kannski (illa) dulinn draumur grashataranna.
Efnisorð: almennt, heilbrigðismál, Klám, pólitík
<< Home