sunnudagur, júlí 01, 2012

Kjósendur eru klikk

ÓRG hélt embættinu. Það breytir í sjálfu sér engu, hann heldur bara áfram að delera og fara í taugarnar á manni eins og hann hefur gert um árabil. En það hefði nú verið fínt ef Íslendingar hefðu tekið á sig rögg og sýnt smá skynsemi einu sinni. En það er víst borin von.

Niðurstaða kosninganna er reyndar ein sönnun þess að þjóðaratkvæðagreiðslur eru vond hugmynd.

Verra er að þetta gefur vísbendingu um hvernig næstu alþingiskosningar fara. Kjósendur upp til hópa munu láta glepjast til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda, dyggilega studdan af Framsóknarflokknum. Alltof margir kjósendur trúa því að hér sé allt í kalda koli vegna vinstri stjórnarinnar.

Minnisleysið algert, hæfileiki til að skilja orsök og afleiðingu enginn, mótstaða gegn lýðskrumi á núllpunkti.

Efnisorð: ,