Feministar og jafnréttissinnar
Orðið jafnrétti hefur verið látið þýða margt og mikið í þjóðmálaumræðunni og sumir þeirra sem hatast útí feminista hafa samt talið sig jafnréttissinna. Ég veit aldrei alveg hvaða jafnrétti slíkir jafnréttissinnar vilja ef baráttumál ákveðins hóps sem beittur hefur verið misrétti frá örófi alda á ekki að teljast með.* Ekki þar fyrir, það er gott að fólk kalli sig jafnréttissinna, sannarlega væri verra ef það væri almennt á móti öllu jafnrétti.
Ég er auðvitað eindregin fylgiskona jafnréttis. Ég vil jafnrétti kvenna og karla en jafnframt jafnrétti óháð kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, trúarbrögðum eða öðru því sem hefð er fyrir að mismuna fólki eftir. Ég vil líka að fólk njóti jafnrar stöðu hvað varðar möguleika sína til náms, að ungir sem aldnir hafi jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu og hún sé ekki betri fyrir þá sem eru efnaðir, og ég vil að atkvæði allra vegi jafnt í kosningum. Svona mætti lengi telja.** En fyrst og fremst er ég feministi, kvenréttindakona. Sem róttækur feministi geri ég mér grein fyrir því að konur eru kúgaðar af körlum, og vil breyta því.
Ekki eru allir feministar róttækir feministar en allir feministar eru fólk sem gerir sér grein fyrir og vill breyta þeirri staðreynd að konur njóta ekki virðingar til jafns við karla, þær fá lægri laun en þeir og verða fyrir margvíslegri annarri mismunun auk þess sem þær eru beittar ofbeldi af körlum, allt vegna kyns síns.
Feministi getur vel verið jafnréttissinni og jafnréttissinni getur sömuleiðis verið feministi. En það er ekki hreint og klárt samasemmerki þar á milli.
___
* Sömuleiðis finnst mér skrítið að kalla sig jafnréttissinna ef aðgerðir fylgja ekki, það er til lítils að sjá óréttlæti en vilja ekki breyta neinu, hvort sem það eru laun kvenna eða áróður gegn nauðgunum sem fer mjög fyrir brjóstið á sumum 'jafnréttissinnum'.
** Vonandi vilja allir feministar víðtækt jafnrétti.
Ég er auðvitað eindregin fylgiskona jafnréttis. Ég vil jafnrétti kvenna og karla en jafnframt jafnrétti óháð kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, trúarbrögðum eða öðru því sem hefð er fyrir að mismuna fólki eftir. Ég vil líka að fólk njóti jafnrar stöðu hvað varðar möguleika sína til náms, að ungir sem aldnir hafi jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu og hún sé ekki betri fyrir þá sem eru efnaðir, og ég vil að atkvæði allra vegi jafnt í kosningum. Svona mætti lengi telja.** En fyrst og fremst er ég feministi, kvenréttindakona. Sem róttækur feministi geri ég mér grein fyrir því að konur eru kúgaðar af körlum, og vil breyta því.
Ekki eru allir feministar róttækir feministar en allir feministar eru fólk sem gerir sér grein fyrir og vill breyta þeirri staðreynd að konur njóta ekki virðingar til jafns við karla, þær fá lægri laun en þeir og verða fyrir margvíslegri annarri mismunun auk þess sem þær eru beittar ofbeldi af körlum, allt vegna kyns síns.
Feministi getur vel verið jafnréttissinni og jafnréttissinni getur sömuleiðis verið feministi. En það er ekki hreint og klárt samasemmerki þar á milli.
___
* Sömuleiðis finnst mér skrítið að kalla sig jafnréttissinna ef aðgerðir fylgja ekki, það er til lítils að sjá óréttlæti en vilja ekki breyta neinu, hvort sem það eru laun kvenna eða áróður gegn nauðgunum sem fer mjög fyrir brjóstið á sumum 'jafnréttissinnum'.
** Vonandi vilja allir feministar víðtækt jafnrétti.
Efnisorð: feminismi
<< Home