Kristniboð
Trúleysingjum er oft núið um nasir — og þá ekki síst þeim sem eru í ónafngreinda félagsskapnum á netinu og félaginu sem stendur fyrir borgaralegum athöfnum — að þeir séu svo vantrúaðir að það jafngildi trú. Félagsskapur þeirra sé trúfélag. Þetta svíður trúleysingjum skiljanlega.
Það hindrar þó suma þeirra ekki í því að snúa sér að feministum (sem þeim er í nöp við) og nota sömu 'röksemdir' gegn þeim. Feminismi og tjáning feminista er kallað trúarafstaða og trúaryfirlýsing. Feminismi er sagður vera sértrúarhreyfing og trúarbrögð. Feministar eru samkvæmt þessu ofsatrúarfólk sem hittist á safnaðarheimilum feminista.
Kristinn segir 4.9.2012 kl. 17:08: […] Spurðu á næsta safnaðarheimili femínista áður en þú lætur þér detta í hug að skrifa bók um þínar eigin fantasíur eða annarra, því annars munu þeir afmyndaðir í framan af hneykslan hvetja samfélagið til að þvo hendur sínar af þér og brengluðum löngunum þínum. […] Kristinn, 4. September, 2012 at 12:33: Þetta er aflestrar eins og trúaryfirlýsing. “Ég var villuráfandi guðleysingi, en svo fann ég guð – og nú sé ég að meintar “rökræður” þeirra og “gagnrýni” eru bara tuð sem stafar af skorti á skilningi”. […] Það er þessi háðslega meðferð femínista á andstæðum skoðunum sem bendir til þess að um sértrúarhreyfingu sé að ræða. […] Kristinn, 4. September, 2012 at 14:50: Frábær staðfesting á því að “þið” skilgreinið einfaldlega andstæðar skoðanir og hugmyndir sem eitthvað sem þið frábiðjið ykkur. Lokuð hugmyndafræði. Trúarbrögð. Kristinn, 4. September, 2012 at 18:26: […]En þegar samræðan er bara á þann veg að ofsatrúarfólk tjáir sig með einum fyrirfram ákveðnum hætti og sussað er á aðra er náttúrulega ekki um neina samræðu að ræða, né heldur hina einu sönnu jafnréttisstefnu, heldur er um trúarafstöðu að ræða sem heitir femínismi og er til hliðar við hitt dótið.Þetta eru málefnaleg rök hjá Kristni og djúp og margslungin pæling, klöppum fyrir því. ___ * Einhver Guðjón Örn leggur Kristni lið í baráttunni fyrir málfrelsi karla, ekki veitir af. Hann segir m.a. þetta: „Slík “us against them” skilgreining er ein af 14 skilgreiningum sem Berkley Háskóli gefur út varðandi eiginleika sértrúarsöfnuða“ og „Self fullfilling prophecies eru líka oft notuð af sértrúarsöfnuðum sem “rök”. Ég veit reyndar ekkert um trúarskoðanir Guðjóns Arnar en þegar hann fer að tala um 'ad hominem', sem er frasi sem er í miklu dálæti hjá ónafngreinda trúleysisfélagsskapnum, þá þykir mér líklegt að hann sé einn þeirra.
<< Home