sunnudagur, september 23, 2012

Lof og last

LOF

Brynhildur Björnsdóttir fyrir pistil um Chris Brown og firringu samtímans þegar kemur að ofbeldi gegn konum.

Páll Ásgeir Ásgeirsson fyrir þarfa hugvekju um náttúruvernd.

Knúzfærsla þar sem haldið er áfram að kynna feministablogg. Lofsyrðin falla sérstaklega fyrir þessa athugasemd um „dómstólaáráttu“ í umræðu um nauðganir: „Eins og þetta snúist allt um réttarkerfi. En nauðganir eru ekki vandamál réttarkerfisins heldur okkar allra. “

Linda Pé fyrir að vekja athygli á því að réttindi dýra eru tryggð í þeirri stjórnarskrá sem kosið verður um 20. október. Dýraverndunarreglan hljóðar svo og er númer 36: "Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu." Það er góð áminning hjá henni og gefur sannarlega tilefni til að merkja já við „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Alþingisvaktin. Fyrir umfjöllun um viðskiptafortíð, hagsmunatengsl, hræsni og kjánaskap þingmanna.

Allir grunnskólar landsins munu fá eintak af stuttmyndinni FÁÐU JÁ ­– um kynlíf og samþykki. Það er lofsvert framtak sem nýtast mun sem forvörn gegn nauðgunum.

LAST

Sveitarstjórnarfulltrúar sem gera ekki grein fyrir hverjir studdu þá til valda. Sjálfstæðismenn þar fremstir, hafa líklega mest að fela, eins og venjulega.

Fangelsismálastofnun. Það er forkastanlegt að fólk sem hlotið hefur dóma sé látið vinna á lögfræðistofum, það hlýtur að flokkast sem óvenju grimmileg refsing í ómannúðlegu umhverfi.

Efnisorð: , , , , , , ,