Viðhorf Baldurs Hermannssonar til nauðgana
Stundum finnst mér að ég sé að verða ónæm fyrir öllu því kvenhatri sem allstaðar blasir við. En í gær las ég bloggfærslu Hildar Lilliendahl um Baldur Hermannsson og saup hveljur.
„Svo sannarlega tek ég undir það, þá þekktist ekki að tveir eða fleiri réðust á einn og yrði maður undir í slagnum þá voru ákveðin takmörk virt. Þá var drengskapur í hávegum hafður. Ég kynntist öllu þessu á eigin skrokki. Maður misþyrmdi ekki föllnum andstæðingi. Á hinn bóginn verður víst að segja hverja sögu eins og hún gerðist – það var mjög til siðs í Eyjum að serða blindfullar konur eða konur í ölsvefni, sem nú er kallað. Í þá daga var sagt að þær væru “dauðar”. Einn góður vinur minn, indælismaður og virtur maður í Vestmannaeyjum núna, dró þær sofandi inn í tjald og sarð snöfurlega. Eina sænska tók hann slíkum tökum. Að þessu höfðu Eyjamenn góða skemmtun. Veit ekki hvernig tískan er núna.“Hildur bætir því við að í samskiptum þeirra Baldurs hafi komið fram „að það væri „mála sannast“ að Sóleyju [Tómasdóttur] dreymdi um nauðgun enda hefði hún upplifað það sem nauðgun að eignast son — og að vera mætti að langstærstur hluti nauðgunarmála væri hreinn uppspuni. Baldur Hermannsson er ólýsanlegur viðbjóður.
<< Home