Öskjuhlíðin, III
Mér þykir óþolandi að vera sammála Sjálfstæðismönnum en ég er algjörlega á bandi Gísla Marteins Baldurssonar varðandi „grisjun“ skógarins í Öskjuhlíð vegna Reykjavíkurflugvallar.
Nú hafa Ögmundur Jónasson og Jón Gnarr skrifað undir samkomulag um umfangsmikla trjáeyðingu. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Umhverfis- og samgöngunefnd Reykjavíkurborgar hafi hafnað því fyrir einu og hálfu ári og Skógræktarfélag Reykjavíkur leggist alfarið gegn umfangsmikilli trjáeyðingu í Öskjuhlíð.* En það virðist engu skipta.
Djöfuls helvíti bara.
___
* Viðbót: Lesa má umsögn Skógræktarfélagsins í athugasemd Einars Gunnarssonar við frétt um viðbragð félagsins við „grisjuninni“.
Önnur viðbót: leiðari Sjálfstæðismannsins Ólafs Þ. Stephensen, sem spyr þessara spurninga: „Hvernig getur það talizt vernd útivistarsvæðis að fella einn elzta og grózkumesta skóginn í borginni? Finnst borgarbúum upp til hópa í lagi að ganga á náttúruna og möguleika þeirra til útivistar í þágu innanlandsflugsins? Það er sömuleiðis tilefni til að setja spurningarmerki við að fulltrúar flokksins sem kennir sig við umhverfisvernd, Vinstri grænna, hafi séð ástæðu til þess að standa að þessum samþykktum, bæði hjá ríki og borg. Er þetta umhverfisverndarpólitík?“
Nú hafa Ögmundur Jónasson og Jón Gnarr skrifað undir samkomulag um umfangsmikla trjáeyðingu. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Umhverfis- og samgöngunefnd Reykjavíkurborgar hafi hafnað því fyrir einu og hálfu ári og Skógræktarfélag Reykjavíkur leggist alfarið gegn umfangsmikilli trjáeyðingu í Öskjuhlíð.* En það virðist engu skipta.
Djöfuls helvíti bara.
___
* Viðbót: Lesa má umsögn Skógræktarfélagsins í athugasemd Einars Gunnarssonar við frétt um viðbragð félagsins við „grisjuninni“.
Önnur viðbót: leiðari Sjálfstæðismannsins Ólafs Þ. Stephensen, sem spyr þessara spurninga: „Hvernig getur það talizt vernd útivistarsvæðis að fella einn elzta og grózkumesta skóginn í borginni? Finnst borgarbúum upp til hópa í lagi að ganga á náttúruna og möguleika þeirra til útivistar í þágu innanlandsflugsins? Það er sömuleiðis tilefni til að setja spurningarmerki við að fulltrúar flokksins sem kennir sig við umhverfisvernd, Vinstri grænna, hafi séð ástæðu til þess að standa að þessum samþykktum, bæði hjá ríki og borg. Er þetta umhverfisverndarpólitík?“
Efnisorð: pólitík, sveitastjórnarmál, umhverfismál
<< Home