Lof og last
Margt af því sem ég nefni hér á eftir er margumrætt á öðrum vettvangi (og stundum vísa ég til þeirrar umræðu) og fólk sem les sömu miðla og ég fær sjálfsagt ekkert úr þessari samantekt minni á hverjir eiga að mínu mati lof eða last skilið. En mér þykir þetta nokkuð sáluhjálparatriði (sáluhjálp er mér auðvitað ofarlega í huga um páska, sannkristinni manneskjunni) því ég þoli ekki þegar ég átta mig á að ég hafi algerlega sleppt því að minnast á einhver mál sem mér eru eða hafa verið hugleikin, svona eins og mér hafi alveg staðið á sama um þau. Þannig er lof og last reddingin ekki bara til að mér verði ekki brigslað um afstöðuleysi heldur aðallega svo að ég verði ekki í framtíðinni hneyksluð á sjálfri mér.
LOF
Það var gott að Jenný Anna benti á hina ágætu ræðu Álfheiðar Ingadóttur, og hrósaði henni og Jóhönnu í pistli sínum, því ekki hafði ég geð(heilsu) á að fylgjast með þinginu daginn sem vantrauststillagan var rædd (eða flesta aðra daga, það eru takmörk). Hér má lesa ræðu Álfheiðar.
Svandís Svavarsdóttir fær lof fyrir að vekja athygli á málþófi karla á þingi, en karlar töluðu 92% ræðutímans.
Síðasti bakþankapistill Kolbeins Óttars Proppé um konur í fjölmiðlum.
Talandi um pistla. Ármann Jakobsson skrifar frábæra pistla sem Smugan birtir samviskusamlega. Sá sem fjallar um næstum uppskurð Ármanns og margumræddan niðurskurð heilbrigðiskerfisins er t.d. alveg fyrirtak og ekki var sá um Geirfinnsmálið síðri.
Lof fá félagsmenn VR fyrir að losa sig við siðpillta karlkynsformanninn og kjósa konu, Ólafíu Björk Rafnsdóttur, sem formann félagsins, þá fyrstu í 122 ára sögu félagsins.
Lof fá Grænlendingar fyrir að kjósa í fyrsta sinn konu, Alequ Hammond, í stól landsstjóra.
Sömuleiðis fá Samtökin '78 lof fyrir að kjósa konu, Önnu Pálu Sverrisdóttr, sem formann — en þar hafa reyndar jafnmargar konur og karlar verið formenn samtakanna. Það er nú bara enn lofsverðara!
Hugmyndir borgarráðs um stofnun borgargarðs (sbr. þjóðgarðs) í Elliðaárdal. Þótt ótrúlegt megi virðast stóð til að reisa slökkvistöð í dalnum, með tilheyrandi raski á byggingartíma, brunaæfingum, útköllum með sírenuvæli og hugsanlegri mengun frá bílunum, svo fátt eitt sé talið. Verði af stofnun borgargarðs dettur sjálfsagt engum framar í hug að leggja Elliðaárdalinn undir fyrirtæki eða stofnanir, hversu nauðsynleg sem sú starfsemi annars er.
Öfugmæla-lofræða Björns Vals Gíslasonar um ríkisstjórnina, þar er nú andskoti góður afrekalisti — og fyrir afrekin fær ríkisstjórnin líka lof.
Að loknum lofsyrðaaustri skal því hér fagnað að Skrúður ('skrúðgarður' er dregið af heiti hans) hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir garðlist. Þetta er góð ástæða til að leggja land undir fót í sumar og skoða garðinn, sem er að Núpi í Dýrafirði.
LAST
Þingmenn stjórnarandstöðunnar almennt, en sérstaklega fyrir málþófið, vantrauststillögurnar og endalausa spádóma (nánast frá fyrsta degi) um að ríkisstjórnin væri að falla og myndi ekki lifa kjörtímabilið.
Egill Helgason sagði ekki múkk um brotthvarf Steinunnar Stefánsdóttur frá Fréttablaðinu — fyrr en tveir karlkyns blaðamenn hættu hjá blaðinu. Þá er hennar lítillega getið, körlunum hrósað í hástert „og hið sama má segja um Steinunni“.
Vigdís Hauksdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Vigdís Hauksdóttir. Nú síðast fyrir þau heimskupör — í kjölfar margra annarra — að viðra þá andstyggilegu skoðun að þróunarhjálp ætti enginn að veita nema allt sé í 100% lagi heima fyrir. Væru allir sama sinnis myndi ekkert ríki veita þróunaraðstoð.
Lesa má um þróunarandstyggð Vigdísar m.a. hér og hér að viðbættum ummælum Ásgerðar Flosadóttur hjá Fjölskylduhjálpinni.
LOF
Það var gott að Jenný Anna benti á hina ágætu ræðu Álfheiðar Ingadóttur, og hrósaði henni og Jóhönnu í pistli sínum, því ekki hafði ég geð(heilsu) á að fylgjast með þinginu daginn sem vantrauststillagan var rædd (eða flesta aðra daga, það eru takmörk). Hér má lesa ræðu Álfheiðar.
Svandís Svavarsdóttir fær lof fyrir að vekja athygli á málþófi karla á þingi, en karlar töluðu 92% ræðutímans.
Síðasti bakþankapistill Kolbeins Óttars Proppé um konur í fjölmiðlum.
Talandi um pistla. Ármann Jakobsson skrifar frábæra pistla sem Smugan birtir samviskusamlega. Sá sem fjallar um næstum uppskurð Ármanns og margumræddan niðurskurð heilbrigðiskerfisins er t.d. alveg fyrirtak og ekki var sá um Geirfinnsmálið síðri.
Lof fá félagsmenn VR fyrir að losa sig við siðpillta karlkynsformanninn og kjósa konu, Ólafíu Björk Rafnsdóttur, sem formann félagsins, þá fyrstu í 122 ára sögu félagsins.
Lof fá Grænlendingar fyrir að kjósa í fyrsta sinn konu, Alequ Hammond, í stól landsstjóra.
Sömuleiðis fá Samtökin '78 lof fyrir að kjósa konu, Önnu Pálu Sverrisdóttr, sem formann — en þar hafa reyndar jafnmargar konur og karlar verið formenn samtakanna. Það er nú bara enn lofsverðara!
Hugmyndir borgarráðs um stofnun borgargarðs (sbr. þjóðgarðs) í Elliðaárdal. Þótt ótrúlegt megi virðast stóð til að reisa slökkvistöð í dalnum, með tilheyrandi raski á byggingartíma, brunaæfingum, útköllum með sírenuvæli og hugsanlegri mengun frá bílunum, svo fátt eitt sé talið. Verði af stofnun borgargarðs dettur sjálfsagt engum framar í hug að leggja Elliðaárdalinn undir fyrirtæki eða stofnanir, hversu nauðsynleg sem sú starfsemi annars er.
Öfugmæla-lofræða Björns Vals Gíslasonar um ríkisstjórnina, þar er nú andskoti góður afrekalisti — og fyrir afrekin fær ríkisstjórnin líka lof.
Að loknum lofsyrðaaustri skal því hér fagnað að Skrúður ('skrúðgarður' er dregið af heiti hans) hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir garðlist. Þetta er góð ástæða til að leggja land undir fót í sumar og skoða garðinn, sem er að Núpi í Dýrafirði.
LAST
Þingmenn stjórnarandstöðunnar almennt, en sérstaklega fyrir málþófið, vantrauststillögurnar og endalausa spádóma (nánast frá fyrsta degi) um að ríkisstjórnin væri að falla og myndi ekki lifa kjörtímabilið.
Egill Helgason sagði ekki múkk um brotthvarf Steinunnar Stefánsdóttur frá Fréttablaðinu — fyrr en tveir karlkyns blaðamenn hættu hjá blaðinu. Þá er hennar lítillega getið, körlunum hrósað í hástert „og hið sama má segja um Steinunni“.
Vigdís Hauksdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Vigdís Hauksdóttir. Nú síðast fyrir þau heimskupör — í kjölfar margra annarra — að viðra þá andstyggilegu skoðun að þróunarhjálp ætti enginn að veita nema allt sé í 100% lagi heima fyrir. Væru allir sama sinnis myndi ekkert ríki veita þróunaraðstoð.
Lesa má um þróunarandstyggð Vigdísar m.a. hér og hér að viðbættum ummælum Ásgerðar Flosadóttur hjá Fjölskylduhjálpinni.
Efnisorð: dómar, feminismi, Fjölmiðlar, karlmenn, Lof og last, pólitík, sveitastjórnarmál
<< Home