Eitt eldgos, takk
Þá er komin skýrsla sem sýnir framá, sem lengi hefur verið vitað, að játningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru fengnar fram með því að beita grunaða harðræði. Skýrslan er auðvitað áfellisdómur yfir lögreglu- og fangelsisapparati síns tíma, og öllum þeim einstaklingum sem þar lögðu hönd á plóg. En ekki er skýrslan skárri vitnisburður fyrir dómskerfið — bæði þegar dómar féllu og þegar reynt var að fá málið tekið upp síðar. Þá voru allir sakborningarnir löngu búnir að segja sögu sína í fjölmiðlum og ævisögum en samt leit ríkissaksóknari og dómsmálaráðherra fram hjá því hvernig játningarnar voru fengnar.
Það er rétt hjá Illuga Jökulssyni að „Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sýndi með skipan þessa starfshóps [sem vann skýrsluna] meiri dug og djörfung en samanlagður stabbinn af dómsmálaráðherrum og öðrum viðkomandi mektarmönnum í nærri 40 ár.“
Núna liggja þeir, sem bera ábyrgð á rannsókn málsins og að hafa dæmt sakborningana eða hafnað upptöku málsins, eflaust á bæn og vona að það komi eins og eitt hressilegt eldgos svo skýrslan falli í gleymsku og verði bara enn ein skýrslan sem þvælist fyrir tímabundið.
Það er rétt hjá Illuga Jökulssyni að „Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sýndi með skipan þessa starfshóps [sem vann skýrsluna] meiri dug og djörfung en samanlagður stabbinn af dómsmálaráðherrum og öðrum viðkomandi mektarmönnum í nærri 40 ár.“
Núna liggja þeir, sem bera ábyrgð á rannsókn málsins og að hafa dæmt sakborningana eða hafnað upptöku málsins, eflaust á bæn og vona að það komi eins og eitt hressilegt eldgos svo skýrslan falli í gleymsku og verði bara enn ein skýrslan sem þvælist fyrir tímabundið.
Efnisorð: fordómar, mannréttindi
<< Home