mánudagur, mars 04, 2013

Sérstaða kvenna í áfengis- og vímuefnavanda

Án þess að ég ætli að leggja mat á orsakir þess að kvenfélag SÁÁ hefur sagt skilið við SÁÁ (og stofnað í staðinn Rótina - félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda), eða nenna að elta ólar við „iss, við þurfum ekkert svona fólk“ kveðjurnar frá Gunnari Smára formanni SÁÁ, verð ég að segja að mér finnst afar áhugavert að lesa greinargerðina þeirra um konur, fíkn og ofbeldi. Af lestri hennar er ljóst að það verður að gefa konum kost á að fara í kynjaskipta meðferð (sem er ekki í boði á Vogi) þar sem þær eiga ekki á hættu að verða fyrir áreiti eða mæta ofbeldismönnum sínum (sbr. bls. 11 í greinargerðinni).

Enda þótt SÁÁ hafi án nokkurs vafa bjargað mörgum mannslífum má ekki gleyma sérstöðu kvenna í meðferðarstarfinu og að þær komi í ríkari mæli að stjórn samtakanna.

Óskandi er að Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda komi af stað vitundarvakningu sem mun hafa áhrif jafnt í samfélaginu sem og á samherja þeirra í SÁÁ.

___
Viðbót: Hér má lesa ræðu sem flutt var á stofnfundi Rótarinnar.

Efnisorð: ,