fimmtudagur, febrúar 28, 2013

Orsökin fyrir slöku gengi stráka í skólakerfinu

Í dag birtist grein eftir karlmann sem hefur gríðarlegar áhyggjur af lestrarfærni drengja og að karlar eru orðnir færri en konur í háskólum.

Eitt sinn skrifaði ég pistil um læsi drengja en sá snerist eingöngu um skort á fyrirmyndum og því minntist ég ekkert á tölvuleiki o.þ.u.l. sem hugsanlega draga úr áhuga drengja á bóklestri. Karlinn sem skrifar pistil um menntunarleysi drengja minnist heldur ekkert á tölvuleiki (ekki að það sé nein skylda eða að ég haldi að tölvuleikir séu eina hugsanlega orsökin), en einblínir hinsvegar á hversu fyrirferðarmiklar konur eru á öllum stigum skólakerfisins.

Kenning áhyggjufulla karlmannsins kristallast í lokaorðum pistils míns: „En svo er líka alltaf traust að kenna konum í skólakerfinu um.“

Efnisorð: , ,