Ætlun, vilji og nautn karlsins skiptir öllu
Afstaða karlkyns hæstaréttardómaranna Markús Sigurbjörnssonar, Árna Kolbeinssonar, Gunnlaugs Claessen og Ólafs Barkar Þorvaldssonar til þess hvort pyntingar á kynfærum kvenna teljist kynferðisbrot virðist tengjast afstöðu til nauðgana.* Frá sjónarhóli þessara karla virðast nauðganir, eins og kynlíf, snúast um það að karlinn sé graður, karlinn ætli sér að stunda kynlíf með þessari konu (eða nauðga henni), karlinn beiti tittlingnum til verknaðarins, karlinn fái kynferðislegt kikk úr verknaðnum og karlinn fái sáðlát. Uppfylli verknaðarlýsing ekki allavega einn af þessum þáttum, helst alla, þá er ekki að þeirra mati um A) kynlíf, B) nauðgun, C) annað kynferðislegt ofbeldi að ræða.
Flest fólk veit að nauðganir fara ekki endilega þannig fram að nauðgari hugsi (eða tilkynni) að ætli hann að nauðga, heldur ætlar hann að ríða henni, refsa henni, sýna henni hversu mikill karlmaður hann er — án þess endilega að nota sjálfur orðið nauðgun um verknaðinn. Þá verður körlum sem nauðga ekki endilega sáðfall. Karlar sem nauðga konum gera það allajafna ekki með velferð konunnar í huga og er því sama þótt hún meiði sig — sumir gera sér far um að meiða konuna. Ekki vegna þess endilega að þeir (allir) fái svo mikið kynferðislegt kikk útúr því að meiða aðra manneskju, heldur er það liður í því að brjóta hana niður, hræða og niðurlægja.
Þegar verið er að berja manneskju og það er klipið í kynfæri hennar þá er vandséð að það teljist ekki kynferðislegt ofbeldi.** Í þessu ógeðfellda máli var farið inn í kynfæri konunnar til þess að meiða hana þar — ásetningurinn er alveg ljós: að meiða kynfæri konunnar. Að karlmaðurinn sem gerði þetta þurfi að hafa verið kynferðislega æstur og viljað fá eitthvað kynferðislegt kikk útúr þessu kemur málinu varla við.
Það er ágætt af þessu ógeðfellda tilefni að rifja upp gamla grein eftir Atla Gíslason, leiðara Steinunnar Stefánsdóttur og grein eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur höfund Á mannamáli sem Steinunn vitnar til í leiðara sínum.
___
* Eina konan sem dæmdi málið með þessum fjórum körlum var ekki sammála þeim. „Ingibjörg Benediktsdóttir bendir í séráliti sínu á að ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna hafi verið rýmkað, undir það falli nú svokölluð önnur kynferðismök sem séu meðal annars það að setja fingur eða hluti inn í leggöng eða endaþarm. Þau beri að leggja að jöfnu við samræði. Ingibjörg segir í áliti sínu að með þessu hafi konan verið beitt grófu kynferðislegu ofbeldi og brotið hafi verið freklega gegn kynfrelsi hennar. Háttsemin hafi verið afar niðurlægjandi og engu skipti hvort tilgangur ofbeldismannsins hafi verið einhver annar en að veita sjálfum sér kynferðislega fullnægju.“
** Rétt eins og það er kynferðislegt ofbeldi að setja upp þvaglegg gegn vilja konu, alveg burtséð frá því hvort löggurnar urðu kynferðislega æstar eða ekki. (Oj).
Flest fólk veit að nauðganir fara ekki endilega þannig fram að nauðgari hugsi (eða tilkynni) að ætli hann að nauðga, heldur ætlar hann að ríða henni, refsa henni, sýna henni hversu mikill karlmaður hann er — án þess endilega að nota sjálfur orðið nauðgun um verknaðinn. Þá verður körlum sem nauðga ekki endilega sáðfall. Karlar sem nauðga konum gera það allajafna ekki með velferð konunnar í huga og er því sama þótt hún meiði sig — sumir gera sér far um að meiða konuna. Ekki vegna þess endilega að þeir (allir) fái svo mikið kynferðislegt kikk útúr því að meiða aðra manneskju, heldur er það liður í því að brjóta hana niður, hræða og niðurlægja.
Þegar verið er að berja manneskju og það er klipið í kynfæri hennar þá er vandséð að það teljist ekki kynferðislegt ofbeldi.** Í þessu ógeðfellda máli var farið inn í kynfæri konunnar til þess að meiða hana þar — ásetningurinn er alveg ljós: að meiða kynfæri konunnar. Að karlmaðurinn sem gerði þetta þurfi að hafa verið kynferðislega æstur og viljað fá eitthvað kynferðislegt kikk útúr þessu kemur málinu varla við.
Það er ágætt af þessu ógeðfellda tilefni að rifja upp gamla grein eftir Atla Gíslason, leiðara Steinunnar Stefánsdóttur og grein eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur höfund Á mannamáli sem Steinunn vitnar til í leiðara sínum.
___
* Eina konan sem dæmdi málið með þessum fjórum körlum var ekki sammála þeim. „Ingibjörg Benediktsdóttir bendir í séráliti sínu á að ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna hafi verið rýmkað, undir það falli nú svokölluð önnur kynferðismök sem séu meðal annars það að setja fingur eða hluti inn í leggöng eða endaþarm. Þau beri að leggja að jöfnu við samræði. Ingibjörg segir í áliti sínu að með þessu hafi konan verið beitt grófu kynferðislegu ofbeldi og brotið hafi verið freklega gegn kynfrelsi hennar. Háttsemin hafi verið afar niðurlægjandi og engu skipti hvort tilgangur ofbeldismannsins hafi verið einhver annar en að veita sjálfum sér kynferðislega fullnægju.“
** Rétt eins og það er kynferðislegt ofbeldi að setja upp þvaglegg gegn vilja konu, alveg burtséð frá því hvort löggurnar urðu kynferðislega æstar eða ekki. (Oj).
<< Home