þriðjudagur, janúar 15, 2013

Kynjahlutföll í teiknimyndum

Það er ágætt hjá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur að benda á „hróplegan skort á kvenfyrirmyndum í teiknimyndum“. Hún sýnir mynd með tölfræðilegum upplýsingum (sem alltaf fellur vel í kramið á mínu heimili) þar sem kemur skýrt fram hve hlutur (teiknaðra) kvenna er rýr í Disneymyndum.

Ég skrifaði smá pistil um þetta fyrir löngu og var þá ekki með neina tölfræði heldur ræddi hvernig hlutverkum þó þessum kvenpersónum væri úthlutað í myndunum — og var ekki ánægð. Prósentuhlutfallsmynd Þórdísar telur upp mun fleiri myndir en ég gerði og þar er Disney aðalmálið en hjá mér laumaðist með ein mynd sem Disney gerði ekki (Shrek), enda var ég almennt að tala um teiknimyndir en ekki útfrá framleiðendum þeirra.

Ég hef litlu við pistil minn að bæta enda hef ég ekki séð nærri allar myndirnar sem taldar eru upp í Disneyprósentumyndinni en læt duga að taka undir með Þórdísi og ítreka spurningu mína úr pistlinum: Þarf nauðsynlega að halda áfram að sýna karla í öllum aðalhlutverkum, að þeir ráði og séu merkilegir en stelpurnar séu bara uppá punt?

Efnisorð: ,