Dagur reiði
Á góðu bloggi Ástu Svavarsdóttur veltir hún upp áhugaverðum fleti á umræðunni um afbrot og flótta Matthíasar Mána Erlingssonar. Það er hvernig talað er um konuna sem hann réðst á sem tálkvendi sem hafi farið illa með (góðan) dreng.
Ásta kom einnig með skynsamlegt innlegg í umræðuna um kynjafræði og bar kynjafræði saman við túlkanir bókmenntafræðinnar. Mér finnst pistill hennar um það reyndar ríma ágætlega við glærusýningar-moldviðrið.* Það snýst í stuttu máli um að Eva Hauksdóttir er æf yfir því að nemendur í kynjafræði skuli fjalla um bloggið hennar án þess að sýna henni tilhlýðilega virðingu, þeir rangtúlki hana út og suður og helst vill hún fá að mæta í tíma til þeirra til að leiðrétta það sem henni finnst vera rangfærslur. Líklega finnst Evu þá eðlilegt að rithöfundar hafi vakandi auga með túlkun á ritverkum sínum og fái að mæta í tíma til að mótmæla túlkun sem hentar þeim ekki.
Í einum af glærusýningarpistlum sínum telur Eva upp nokkur atriði sem hún er ósammála feministum um eða hefur gagnrýnt þær fyrir. En hún sleppir því alfarið að minnast á fóstureyðingar, hún passar sig á að ræða þær ekki. Merkilegt því allur fjöldi kvenna og karla hér á landi er ósammála Evu — en hún er eindreginn andstæðingur fóstureyðinga. Enda sleppir hún að ræða þær — en auðvitað ekki eingöngu til að halda vinsældum sínum.
Vinsældir Evu hefa ekkert aukist á mínu heimili. Alveg frá því að umskurður kvenna varð umfjöllunarefni fjölmiðla og fræðinga hef ég forðast eins og heitan eldinn að sjá myndir sem sýna framkvæmd og afleiðingar þessarar viðbjóðslegu aðgerðar. En þökk sé einum glærupistla Evu þá hef ég nú orðið þeirrar ánægju aðnjótandi. Mikið var það nú huggulegt. Ég get með sanni sagt að hér af heimilinu hafi streymt til hennar hugheilar, en kannski ekki mjög hátíðlegar, kveðjur af þessu tilefni.
___
* Dæsa nú lesendur og hugsa með sér að nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.
Ásta kom einnig með skynsamlegt innlegg í umræðuna um kynjafræði og bar kynjafræði saman við túlkanir bókmenntafræðinnar. Mér finnst pistill hennar um það reyndar ríma ágætlega við glærusýningar-moldviðrið.* Það snýst í stuttu máli um að Eva Hauksdóttir er æf yfir því að nemendur í kynjafræði skuli fjalla um bloggið hennar án þess að sýna henni tilhlýðilega virðingu, þeir rangtúlki hana út og suður og helst vill hún fá að mæta í tíma til þeirra til að leiðrétta það sem henni finnst vera rangfærslur. Líklega finnst Evu þá eðlilegt að rithöfundar hafi vakandi auga með túlkun á ritverkum sínum og fái að mæta í tíma til að mótmæla túlkun sem hentar þeim ekki.
Í einum af glærusýningarpistlum sínum telur Eva upp nokkur atriði sem hún er ósammála feministum um eða hefur gagnrýnt þær fyrir. En hún sleppir því alfarið að minnast á fóstureyðingar, hún passar sig á að ræða þær ekki. Merkilegt því allur fjöldi kvenna og karla hér á landi er ósammála Evu — en hún er eindreginn andstæðingur fóstureyðinga. Enda sleppir hún að ræða þær — en auðvitað ekki eingöngu til að halda vinsældum sínum.
Vinsældir Evu hefa ekkert aukist á mínu heimili. Alveg frá því að umskurður kvenna varð umfjöllunarefni fjölmiðla og fræðinga hef ég forðast eins og heitan eldinn að sjá myndir sem sýna framkvæmd og afleiðingar þessarar viðbjóðslegu aðgerðar. En þökk sé einum glærupistla Evu þá hef ég nú orðið þeirrar ánægju aðnjótandi. Mikið var það nú huggulegt. Ég get með sanni sagt að hér af heimilinu hafi streymt til hennar hugheilar, en kannski ekki mjög hátíðlegar, kveðjur af þessu tilefni.
___
* Dæsa nú lesendur og hugsa með sér að nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.
Efnisorð: feminismi, fóstureyðingar, menntamál, ofbeldi
<< Home