mánudagur, desember 03, 2012

Skipulagsráð alsælt með skipulag Landspítalalóðarinnar

Átti einhver von á öðru en að skipulagsráð myndi samþykkja deiliskipulagið fyrir Landspítalalóðina? Það skiptir engu hvort það er Kárahnjúkavirkjun eða Landspítali — skoðanir almennings skipta engu — steypan gengur alltaf fyrir.

Skipulagsráð telur að þar sé með sannfærandi hætti sýnt fram að staðsetning nýja spítalans er skynsamleg, að umferðarmál séu ásættanleg og þörf á byggingarmagni vel rökstudd af uppbyggingaraðila," segir í bókuninni.

Næst á dagskrá hjá þeim er þá líklega að ganga frá miðbænum — með steypu.

Efnisorð: