mánudagur, nóvember 19, 2012

Frændur og feður níddir í fjölmiðlum

Í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum er nú fjallað um frændhygli Sigurðar Helga Guðmundssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eir. Samt var hann ekkert að hygla frænda sínum heldur dóttur sinni, tengdasyni og arftaka sínum í starfi. Það er náttúrlega svívirða að draga frændur þessa lands ofan í svaðið með þessu móti. Þetta er jafn fjarstæðukennt og þegar nærbuxnadólgafasysturnar tala um feðraveldi, helvískar. Hvers eiga feður og frændur eiginlega að gjalda, þvílíkt karlhatur!

Hefur enginn karlmaður áhyggjur af þessu?

Efnisorð: ,