fimmtudagur, nóvember 15, 2012

Glittir í karl gegnum kynjagleraugun

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Egill Helgason sér heiminn gegnum kynjagleraugu. Nú hefur hann uppgötvað vitni að því þegar John, Paul, George og Ringo röltu yfir Abbey Road, og að sjálfsögðu er vitni Egils af karlkyni. Karlinn náðist meira segja á mynd, svona ef vel er að gáð, en hann stendur svo langt í burtu að það er varla meira en svo að glitti í hann.

Önnur mynd er til, sem er tekin stuttu áður en Bítlarnir gengu af stað. Þar sést kona nokkur gefa sig á tal við fjórmenningana, og virðist vera að spyrja þá hvað þeir séu að bedrífa. Hennar er að engu getið hjá manni sem stjórnar umræðum um pólitík og menningu á Íslandi. Hans kynjagleraugu eru kirfilega stillt til að sjá bara karla.







Efnisorð: , ,