laugardagur, október 13, 2012

Lof og last (og þó)

Lof og last samantektin er með breyttu sniði núna, ég er eitthvað svo helvíti jákvæð þessa dagana.

LOF

Maklegur nauðgunardómur yfir nuddara sem gerði allt það sem enginn nuddari á að gera.

Maðurinn sem fékk nóg af karlmönnum sem míga hvar sem þeir standa. (Týpískt að löggan meðhöndlaði hann sem sökudólginn í málinu, en jæja, það var kannski langt gengið að nota sveðju.)

Góður pistill eftir Arndísi Bergsdóttur um veg staðalmyndanna sem varðar leiðina að skaðlegri karlmennsku

Götuheitin Bríetartún, Guðrúnartún, Þórunnartún og Katrínartún. Nafngiftirnar eru til heiðurs fyrstu konunum sem settust í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Guðrúnu Björnsdóttur, Katrínu Magnússon og Þórunni Jónassen. (Tími til kominn, ég var farin að halda að ekkert yrði af þessu, svo langt sem liðið er frá því að samþykkt var að breyta götuheitunum.)

Samstarfsverkefni Menntaskólans á Akureyri og menntaskóla í Nuuk. „Lengst af hafa Íslendingar horft til annarra landa til samstarfs af ýmsu tagi en þess sem næst okkur liggur, nefnilega til Grænlands. Hugmyndin er að verkefnið stuðli að auknum áhuga framhaldsskólanemenda, bæði á Akureyri og í Nuuk, á nágrannalöndum sínum og nágrönnum.“

Julia Gillard forsætisráðherra Ástralíu fyrir að láta karlrembu heyra það. Karlrembur allra landa mættu taka þetta til sín.

Fín hugvekja félagsmálaráðherra um klám. Margar spurningar sem við þurfum að svara, ekki bara hver fyrir sig heldur samfélagið allt.


Efnisorð: , , , , , , ,