sunnudagur, nóvember 25, 2012

Lítilsháttar tölfræði

Enda þótt ég hafi hnýtt í tölfræðiáráttu og súluritanotkun nýlega þótti mér ansi skemmtilegt að lesa Fréttablaðið síðustu helgi. Þar var sú nýbreytni að á næstum hverri blaðsíðu var búið að taka saman yfirlit yfir hitt og þetta og birta í tölum. En þó mér hafi líkað þessi nýbreytni var ég fegin að sjá að tölfræðiupplýsingarnar virðast eiga að einskorðast að mestu við helgarblöðin.

En af þessu tilefni ætla ég samt sem áður að tolla í tískunni. Í stað þess að stilla upp lof og last lista þá verða teknar saman tölulegar staðreyndir (og vegna þess að ég er talnaheft þá eru tölurnar lágar svo ég ráði við þær, engar tveggja stafa martraðir).

2
Tveir tryllingslega fyndnir feministar:

Ingólfur Gíslason sem samdi reglurnar fyrir drykkjuleik feminista (ég hef síðan verið óökufær og varla gangfær sökum drykkju)

Anna Bentína Hermansen og fyrsti pistill hennar af 10.456.

1
Skipti sem ég skellti uppúr við lestur Fréttablaðsins: Eitt. Ástæðan var pistill Bergsteins Sigurðssonar um húmor.

(Aftur 1 en að þessu sinni ein-elti)
Undanfarið hafa aðdáendur Egils Gillz Einarssonar farið hamförum í athugasemdakerfum til að verja þessa fyrirmynd sína og sakað þá sem gangrýna hann um að leggja hann í einelti.

Agnar Kr. Þorsteinsson bendir á fyrir hvað Gillz er fyrst og fremst þekktur, þarna sé um að ræða „mann sem hefur markvisst gert sig að opinberri persónu með því að vekja athygli á sér með öfgakenndum stælum og níðrandi athugasemdum í garð fólks og þjóðfélagshópa sem teljast til minnihluta samfélagsins.“

Egill Gillz Einarsson sé „fulltrúi normaliseringu eineltis umræðum“. Áhrifin séu greinileg (og greinilega skaðleg) því „fylgjendur þessarar fyrirmyndar sýna hvað best þau áhrif sem þessi 2007-legi tákngervingur upphafningar heimsku, mann- og kvenfyrirlitningar, hefur haft á orðfar og viðhorf fjölda fólks í yngri kantinum.“

Feministar sem hafa fríkað út á þeim sem verja Egil Gillz Einarsson: óteljandi.

Efnisorð: