laugardagur, nóvember 24, 2012

Baráttukonur fá feminísk verðlaun

Þegar ég byrjaði að skrifa þetta blogg í júní 2006 var ég strax harðákveðin í því að ég kæmi ekki fram undir nafni.* Þeirri ákvörðun hef ég oft síðan verið fegin, ekki síst þegar nafngreindum feministum er úthúðað á netinu.

En þó ég vilji ekki athyglina og kæri mig ekki um að verða fyrir aðkasti vegna skrifa minna er mér ljóst að baráttan þarf líka að hafa andlit. Þær konur sem stíga fram fyrir skjöldu sýna mikið hugrekki. Þær eiga heiður skilinn og þessvegna hefur Stígamót verðlaunað þær.

Hugrekkisviðurkenningar, jafnréttisviðurkenningar og frumleikaviðurkenningar fengu:

Björk Eiðsdóttir
Erla Hlynsdóttir
Halla Kristín Einarsdóttir
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
og Kviss Búmm Bang ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur

Ég óska þessum hugrökku, frumlegu og feminísku baráttukonum til hamingju með viðurkenninguna.

___
* Örfáar manneskjur vita hver 'ég' er, vil ég þakka þeim þagmælskuna og að hafa 'hylmt yfir' með mér öll þessi ár. Þið eigið líka heiður skilinn.

Efnisorð: , , , ,