Rauða hliðið og skuldsettu heimilin
Eitthvert mesta óréttlæti samtímans eru reglur um tollskyldan varning. Fréttablaðið beitir sér nú af alefli gegn þessu óréttlæti. Auk þess að hafa undanfarnar vikur fjallað um þetta brýna baráttumál þá hafa þrjú blöð það sem af er þessari viku (mán þri,mið), þar af forsíða og leiðari, verið notuð til að brýna stjórnvöld til að breyta þessu.
Ritstjóranum hefur greinilega horn í síðu ríkisstarfsmanna og virðast þeir vera helstu óvinir venjulegra fjölskyldna, en eins og allir vita er venjuleg fjölskylda „í nýlegum fatnaði og sæmilega græjuvædd“. Svoleiðis fjölskylda er aðeins að„drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum“ en tollverðirnir eiga ekki að „skipta sér af snjallsímum“. Þeir ættu bara að vera tollfrjálsir enda mestu nauðsynjavörur samtímans, ættu í raun að fylgja matargjöfunum hjá hjálparsamtökum.
Í dag segir fjármálaráðherra að hún sé farin að skoða málið alvarlega, og virðist því herferð Fréttablaðsins bera árangur. Þá geta vonandi sæmilega græjuvæddar venjulegar fjölskyldur flykkst til útlanda sem aldrei fyrr og komið heim hlaðnar góssi. Vonandi verður allt þeirra líf betra við þessa breytingu og kannski minnkar þá andskotans vælið um hvað heimilin þjáist og fjölskyldum blæði út og það sé öllum öðrum en kaupóða liðinu sem býr á skuldsettu heimilinum að kenna.
Ritstjóranum hefur greinilega horn í síðu ríkisstarfsmanna og virðast þeir vera helstu óvinir venjulegra fjölskyldna, en eins og allir vita er venjuleg fjölskylda „í nýlegum fatnaði og sæmilega græjuvædd“. Svoleiðis fjölskylda er aðeins að„drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum“ en tollverðirnir eiga ekki að „skipta sér af snjallsímum“. Þeir ættu bara að vera tollfrjálsir enda mestu nauðsynjavörur samtímans, ættu í raun að fylgja matargjöfunum hjá hjálparsamtökum.
Í dag segir fjármálaráðherra að hún sé farin að skoða málið alvarlega, og virðist því herferð Fréttablaðsins bera árangur. Þá geta vonandi sæmilega græjuvæddar venjulegar fjölskyldur flykkst til útlanda sem aldrei fyrr og komið heim hlaðnar góssi. Vonandi verður allt þeirra líf betra við þessa breytingu og kannski minnkar þá andskotans vælið um hvað heimilin þjáist og fjölskyldum blæði út og það sé öllum öðrum en kaupóða liðinu sem býr á skuldsettu heimilinum að kenna.
En gott er til þess að vita að Fréttablaðið stendur með smælingjunum.
___
[Viðbót:] 10. desember skrifar Ólafur Þ. Stephensen enn leiðara um þetta brýna mál. Nú dregur hann ekki lengur dul á að stjórnmálamenn eigi að hampa neysluhyggjunni (minnir á kosningarnar í vor) og fullyrðir að tollareglurnar séu „mannfjandsamlegar“.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið
<< Home