fimmtudagur, desember 27, 2012

Feluleikur um einangrunarvist

Eva Hauksdóttir á í undarlegum samskiptum við lesendur sína þessa dagana. Í nýlegum pistli skrifar hún um einangrunarvistina sem Matthías Máni er látinn sæta eftir strokið af Litla Hrauni.* Hún gagnrýnir fangaverði harkalega og fyrir það sætir hún sjálf gagnrýni í athugasemdakerfi þar sem margir taka til máls. Þar er hún t.a.m. sökuð um vanþekkingu á fangelsismálum. Afhverju segir Eva lesendum sínum ekki að hún hefur starfað sem fangavörður á Litla Hrauni? Hefur hún gaman af því að horfa uppá þá bulla um vanþekkingu hennar, vitandi það sem þeir ekki vita? Hvað finnst lesendum hennar um að vera hafðir að fífli, og ekki í fyrsta sinn?

___

* Einangrunarvist er engum holl. Hinsvegar get ég ekki beinlínis vorkennt þessum tiltekna manni, sem ekki bara situr inni fyrir að reyna að drepa konu, heldur virðist hafa strokið með það fyrir augum að ganga frá henni. Vopnin sem hann sankaði að sér á flóttanum (með eða án aðstoðar annarra)varpa ekki fögru ljósi á ásetning hans.

Efnisorð: