Icesave: lokaniðurstaða
Niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu kom mér á óvart. Ég er auðvitað dauðfegin að við þurfum ekki að borga en hélt framá síðustu stund að það hefði verið afleikur að láta málið fara dómstólaleiðina. Ég á samt erfitt með að rífa mig upp í nein sérstök fagnaðarlæti nú þegar Björgólfur Thor hrósar sigri. Hann notar að auki tækifærið til að kveina undan óréttlæti sem honum finnst Landsbankamenn (hann og pabbi hans) hafi verið beittir. Þar fór hann alveg með það.
Yfirlýsingin sem Ólafur Ragnar er nú að semja í oflætiskasti verður ekki til að bæta úr. Ég ákvað að birta bloggfærsluna áður en yfirlýsingin kemur fyrir almenningssjónir; þá verð ég upptekin við að klæða mig í spennitreyjuna.
Yfirlýsingin sem Ólafur Ragnar er nú að semja í oflætiskasti verður ekki til að bæta úr. Ég ákvað að birta bloggfærsluna áður en yfirlýsingin kemur fyrir almenningssjónir; þá verð ég upptekin við að klæða mig í spennitreyjuna.
Efnisorð: hrunið
<< Home