Hælisleitendur gerðir tortryggilegir
Ummæli forstjóra Útlendingastofnunar voru ósmekkleg og ómakleg. En ef við gerum ráð fyrir að það sem hún sagði eigi e.t.v. við í nokkrum (örfáum) tilvikum — þá viljum við samt að allir hinir hælisleitendurnir njóti vafans. Orð forstjórans grófu hinsvegar undan trúverðugleika þeirra allra.
Svona málflutningur — að gefa til kynna að fórnarlömb (fólks eða aðstæðna) séu óheiðarleg — fellur gríðarvel í kramið hjá fordómafullu fólki. Þjóðernissinnar og rasistar gleðjast mjög þegar hælisleitendur eru gerðir tortryggilegir. Sömuleiðis kætast kvenhatarar þegar sagt er — ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur — að konur sem segja að sér hafi verið nauðgað séu bara að ljúga, að annarlegar hvatir séu að baki nauðgunarkærum.
En samt skirrist sumt af því fólki sem hefur áhyggjur af málefnum hælisleitenda ekki við að hamra á því að fórnarlömb kynferðisbrota séu meira og minna lygarar með vafasaman málstað. Sér þetta fólk ekki tvískinnunginn? Hvernig er hægt að taka málstað hælisleitenda í öllum málum (sem er gott útaf fyrir sig) en draga jafnframt sífellt í efa að konur segi satt til um að þeim hafi verið nauðgað og leggja sig fram um að draga úr trúverðugleika þeirra? Sá máflutningur andfeministanna er jafn ósmekklegur, fordómafullur og skemmandi og það sem vall uppúr forstjóra Útlendingastofnunar.
Svona málflutningur — að gefa til kynna að fórnarlömb (fólks eða aðstæðna) séu óheiðarleg — fellur gríðarvel í kramið hjá fordómafullu fólki. Þjóðernissinnar og rasistar gleðjast mjög þegar hælisleitendur eru gerðir tortryggilegir. Sömuleiðis kætast kvenhatarar þegar sagt er — ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur — að konur sem segja að sér hafi verið nauðgað séu bara að ljúga, að annarlegar hvatir séu að baki nauðgunarkærum.
En samt skirrist sumt af því fólki sem hefur áhyggjur af málefnum hælisleitenda ekki við að hamra á því að fórnarlömb kynferðisbrota séu meira og minna lygarar með vafasaman málstað. Sér þetta fólk ekki tvískinnunginn? Hvernig er hægt að taka málstað hælisleitenda í öllum málum (sem er gott útaf fyrir sig) en draga jafnframt sífellt í efa að konur segi satt til um að þeim hafi verið nauðgað og leggja sig fram um að draga úr trúverðugleika þeirra? Sá máflutningur andfeministanna er jafn ósmekklegur, fordómafullur og skemmandi og það sem vall uppúr forstjóra Útlendingastofnunar.
Efnisorð: Innflytjendamál, Nauðganir, rasismi
<< Home