Lof og last
LOF
Lof fær Hildur Knútsdóttir fyrir hugvekju um verksmiðjubúskap og þjáningu dýra.
Lof fær Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem hrekur gagnrýni jeppaferðaklúbbsins 4x4 á frumvarp til náttúruverndalaga á skilmerkilegan hátt.
Lof fær Björn Þorláksson fyrir leiðara sinn þar sem hann bendir á hvernig kerfi karllægrar hugsunar birtist í dómi Hæstaréttar.
Lof fá Hildur Edda Einarsdóttir, Andri Þór Sturluson (enda þótt hann segist ekki vera neinn sérstakur talsmaður fyrir femínisma) og Halldór Auðar Svansson fyrir að hafa haft þolinmæði til að vera rödd skynseminnar í þessum umræðuþræði (reyndar voru flest þeirra sem tóku þátt í umræðunni afar gagnrýnin á pistilinn sem umræðan snerist um en þessi þrjú sýndu mesta þrautseigju).
Lof fær Guðný Elísa Guðgeirsdóttir fyrir að benda á hvernig áhrif umræða um kynferðisofbeldi hefur á þolendur. Í kjölfarið biður Knúzið um þýðingu á hugtakinu „trigger warning“ sem Guðný Elísa segir að geti sparað þolendum kynferðisofbeldis óþarfa þjáningu.*
LAST
Auglýsingar 4x4 klúbbsins gegn náttúruverndarlögum. Allar, en sérstaklega sú sem skartaði mynd af Skógafossi. Er verið að gefa auðtrúa fólki í skyn að bannað verði að skoða Skógafoss?
Karlmaðurinn sem er svo blindaður af frekju að hann hljóp með það í fjölmiðla að hann fengi ekki að kaupa ódýrt bílastæðakort því bíllinn hans er of stór fyrir hin þröngu stæði miðborgarinnar. Hann segist þurfa „vel útbúinn bíl með góðu geymsluplássi“ til að geta stundað útivist og ferðalög. Ef hann er ekki beinlínis félagi í 4x4 þá styður hann örugglega áróðursherferð samtakanna og lítur á það sem skerðingu á frelsi sínu að aka ekki um á vel útbúna bílnum sínum þar sem honum sýnist.
Konan sem keypti sér íbúð í Kópavogi og þrátt fyrir að stór tré væru í næsta garði byggði hún pall þar sem ekki sást til sólar vegna trjánna. Svo heimtaði hún að trén yrðu felld og fór í mál sem lyktaði þannig að nágrannar hennar urðu að fella tvö 50 ára tré. Afhverju hún keypti íbúð í grónu hverfi eða flutti ekki burt þegar henni varð ljóst að nágrannarnir töldu trén eiga tilverurétt kemur ekki fram í fréttum. Aðalmálið fyrir sóldýrkandanum virðist hafa verið að hafa pall þar sem henni sýndist og allt annað ætti að víkja.
___
* Ég er sjálf sek um að vara ekki nærri nógu oft við grófum lýsingum og orðbragði en í næstfyrsta pistli mínum ræddi ég reyndar „trigger“ orðið en vegna þess að þýðingu á orðinu hef ég notast við mun langorðari viðvörun, t.d. hér og hér en hún var þessi: Varúð - eftirfarandi gæti hrundið af stað óþægilegum hugrenningatengslum.
Lof fær Hildur Knútsdóttir fyrir hugvekju um verksmiðjubúskap og þjáningu dýra.
Lof fær Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem hrekur gagnrýni jeppaferðaklúbbsins 4x4 á frumvarp til náttúruverndalaga á skilmerkilegan hátt.
Lof fær Björn Þorláksson fyrir leiðara sinn þar sem hann bendir á hvernig kerfi karllægrar hugsunar birtist í dómi Hæstaréttar.
Lof fá Hildur Edda Einarsdóttir, Andri Þór Sturluson (enda þótt hann segist ekki vera neinn sérstakur talsmaður fyrir femínisma) og Halldór Auðar Svansson fyrir að hafa haft þolinmæði til að vera rödd skynseminnar í þessum umræðuþræði (reyndar voru flest þeirra sem tóku þátt í umræðunni afar gagnrýnin á pistilinn sem umræðan snerist um en þessi þrjú sýndu mesta þrautseigju).
Lof fær Guðný Elísa Guðgeirsdóttir fyrir að benda á hvernig áhrif umræða um kynferðisofbeldi hefur á þolendur. Í kjölfarið biður Knúzið um þýðingu á hugtakinu „trigger warning“ sem Guðný Elísa segir að geti sparað þolendum kynferðisofbeldis óþarfa þjáningu.*
LAST
Auglýsingar 4x4 klúbbsins gegn náttúruverndarlögum. Allar, en sérstaklega sú sem skartaði mynd af Skógafossi. Er verið að gefa auðtrúa fólki í skyn að bannað verði að skoða Skógafoss?
Karlmaðurinn sem er svo blindaður af frekju að hann hljóp með það í fjölmiðla að hann fengi ekki að kaupa ódýrt bílastæðakort því bíllinn hans er of stór fyrir hin þröngu stæði miðborgarinnar. Hann segist þurfa „vel útbúinn bíl með góðu geymsluplássi“ til að geta stundað útivist og ferðalög. Ef hann er ekki beinlínis félagi í 4x4 þá styður hann örugglega áróðursherferð samtakanna og lítur á það sem skerðingu á frelsi sínu að aka ekki um á vel útbúna bílnum sínum þar sem honum sýnist.
Konan sem keypti sér íbúð í Kópavogi og þrátt fyrir að stór tré væru í næsta garði byggði hún pall þar sem ekki sást til sólar vegna trjánna. Svo heimtaði hún að trén yrðu felld og fór í mál sem lyktaði þannig að nágrannar hennar urðu að fella tvö 50 ára tré. Afhverju hún keypti íbúð í grónu hverfi eða flutti ekki burt þegar henni varð ljóst að nágrannarnir töldu trén eiga tilverurétt kemur ekki fram í fréttum. Aðalmálið fyrir sóldýrkandanum virðist hafa verið að hafa pall þar sem henni sýndist og allt annað ætti að víkja.
___
* Ég er sjálf sek um að vara ekki nærri nógu oft við grófum lýsingum og orðbragði en í næstfyrsta pistli mínum ræddi ég reyndar „trigger“ orðið en vegna þess að þýðingu á orðinu hef ég notast við mun langorðari viðvörun, t.d. hér og hér en hún var þessi: Varúð - eftirfarandi gæti hrundið af stað óþægilegum hugrenningatengslum.
Efnisorð: blogg, dómar, dýravernd, feminismi, íslenskt mál, Lof og last, Nauðganir, ofbeldi, umhverfismál
<< Home