Skilgreining á klámi
Vegna þess að Páll Óskar ræddi muninn á klámi og erótík (þ.e. það sem einum þætti klám þætti öðrum erótík) vil ég gera grein fyrir minni afstöðu. Hún samræmist ekki alveg því sem aðrir feministar, m.a. Femínistafélag Íslands, hafa haldið á lofti. Sú skilgreining er ættuð frá Díönu E.H. Russell feminista og félagsfræðingi. Hún segir að klám sé
En burtséð frá hvort það er munur á erótík og klámi eða ekki, þá finnst mér ekki að þurfi ofbeldi eða lítilsvirðingu til að um klám sé að ræða.
„efni sem sameinar kynlíf og/eða sýnir afhjúpuð kynfæri og misþyrmingu eða lítilsvirðingu sem virðist styðja, láta viðgangast eða stuðla að slíkri hegðun“.Ég er ekki sammála þessari skilgreiningu, því með því að nota hana má endalaust togast á um hvað sé lítilsvirðing og misþyrming, sbr. nýlegar umræður um dóm Hæstaréttar. Klám er að mínu mati ekki bara það sem snýr að ofbeldi eða lítilsvirðingu (en Páll Óskar nefnir nokkur sláandi dæmi um slíkt) heldur er klám þegar kynfæri fólks og kynlífsathafnir eru sýnd þriðja aðila gegn gjaldi eður ei. Mér finnst eftirfarandi skilgreining á klámi reyndar ágæt (ég fann hana hér), en Hæstiréttur notaðist við hana árið 2000:
„Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig, að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. Telur dómurinn að við þessa skilgreiningu megi styðjast þegar metið er hvort kvikmyndir þær, sem ákært er fyrir dreifingu á í máli þessu, innihaldi klám."Öfugt við Pál Óskar og sérfræðinganefndina geri ég ekki greinarmun á klámi og erótík (enda þótt ég þykist sjá að Menningarstofnun SÞ sé að reyna að koma í veg fyrir að bækur séu bannaðar innihaldi þær kynlífslýsingar, sem séu þá „kynþokkalist“). Ég geri ráð fyrir að fæstir myndu reyna að tala um erótík þegar klámið er orðið ofbeldisfullt, en meginmarkmiðið er í báðum tilvikum að höfða til kynhvatar áhorfandans með því að sýna honum kynlíf.
En burtséð frá hvort það er munur á erótík og klámi eða ekki, þá finnst mér ekki að þurfi ofbeldi eða lítilsvirðingu til að um klám sé að ræða.
Efnisorð: Klám
<< Home