Klámið er engum hollt
Ég hef ekki gert mikið af því að gagnrýna það sem er skrifað á Knúzið (enda ekki ástæða til) en þegar ég las pistil Páls Óskars gat ég ekki á mér setið. Nú vil ég taka það fyrst fram að mér finnst kynfræðslumyndin Fáðu já ferlega gott framtak og pistill minn fjallar ekki um gagnrýni á hana. En mér finnst hinsvegar skjóta skökku við að leikstjóri myndarinnar skuli segja þetta:
Páll Óskar lýsir svo hvernig klámmyndir eru öðruvísi núna en þær voru, þ.e. að þær eru orðnar mjög ofbeldisfullar (en gleymir þó Deep Throat myndinni sem gerð var 1972). Ekki efast ég um það, en ég efast um þessa fullyrðingu hans: „Klámið hefur tapað sakleysi sínu.“ Klám hefur ekkert verið saklaust. Það er ekkert saklaust við að notfæra sér markaleysi þolenda kynferðisofbeldis, notfæra sér fátækt eða fjárþörf vegna fíkniefnaneyslu til að láta fólk stunda kynlíf — með eða án ofbeldis — eingöngu til þess að ókunnugir kallar útí heimi geti fróað sér yfir því.
Páll Óskar talar um klámsíur sem hindra eigi börn og fullorðna sem vilja ekki sjá klám í að rekast á klám, og vonast eftir að þær verði fullkomnari. Auðvitað vil ég ekki heldur að börn rekist á klám en ég skil ekki afhverju honum er svona umhugað um að fullorðið fólk sem vill sjá klám geti haft óhindraðan aðgang að því. Það hefur enginn rétt til að horfa á klám.
Klám er ekki gott fyrir konur sem taka þátt í klámmyndum, það er ekki gott fyrir börn og unglinga að horfa á það. Það er heldur ekki hollt fyrir fullorðna áhorfendur. Það eina sem klám gerir er auðvelda körlum að 'fá úr honum'og ýta undir hugaróra þeirra um alger yfirráð yfir konum.
„Ég trúi því líka að það sé til fullt af fullorðnu fólki sem getur notið kláms, og á sama tíma gert sér fullkomna grein fyrir fantasíunni og raunveruleikanum sem þar er boðið upp á.“Raunveruleikinn er sá að konurnar (og karlarnir) í klámmyndunum eru þar ekki vegna þess að þeim þyki svo gaman að stunda kynlíf öðrum til skemmtunar. Langflestar þeirra kvenna sem leika í klámmyndum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, áður en tekið var til við klámmyndaleikinn, flestar fyrir 18 ára aldur. Þetta eru þolendur kynferðisofbeldis sem karlmenn um allan heim eru að rúnka sér yfir. Það er raunveruleikinn.
Páll Óskar lýsir svo hvernig klámmyndir eru öðruvísi núna en þær voru, þ.e. að þær eru orðnar mjög ofbeldisfullar (en gleymir þó Deep Throat myndinni sem gerð var 1972). Ekki efast ég um það, en ég efast um þessa fullyrðingu hans: „Klámið hefur tapað sakleysi sínu.“ Klám hefur ekkert verið saklaust. Það er ekkert saklaust við að notfæra sér markaleysi þolenda kynferðisofbeldis, notfæra sér fátækt eða fjárþörf vegna fíkniefnaneyslu til að láta fólk stunda kynlíf — með eða án ofbeldis — eingöngu til þess að ókunnugir kallar útí heimi geti fróað sér yfir því.
Páll Óskar talar um klámsíur sem hindra eigi börn og fullorðna sem vilja ekki sjá klám í að rekast á klám, og vonast eftir að þær verði fullkomnari. Auðvitað vil ég ekki heldur að börn rekist á klám en ég skil ekki afhverju honum er svona umhugað um að fullorðið fólk sem vill sjá klám geti haft óhindraðan aðgang að því. Það hefur enginn rétt til að horfa á klám.
„Að sama skapi geta þeir sem vilja sjá klám, fengið að sjá það sem þeir vilja. Þeir vafra þá um internetið og skoða bæði fegurðina og ljótleikann sem þar er í boði með eigin siðferðisvitund á vakt. Við verðum að treysta því að fólk hafi siðferðiskennd, heila og hjarta sem stoppar það frá því að vinna náunganum mein.“Þegar klámáhorfandi horfir á konu meidda í klámmynd, þá er það raunveruleg kona sem er verið að misþyrma. Eiga konur sem eru beittar ofbeldi í klámmyndum sem og konur sem eru í klámmyndum vegna þess að þær hafa verið seldar mansali vera uppá siðferðiskennd áhorfandans komnar? Það hefur virkað vel hingað til! Mansal er barasta við það að gufa upp og hefur alveg svoleiðis snarminnkað ofbeldi gegn konum í klámmyndum (Páll Óskar rekur sjálfur hvernig það hefur aukist). Siðferðiskennd klámáhorfenda er greinilega ekki mikil. Þeir ættu því ekki að ráða því hvort eða hversu mikið konur þurfa að þjást.
Klám er ekki gott fyrir konur sem taka þátt í klámmyndum, það er ekki gott fyrir börn og unglinga að horfa á það. Það er heldur ekki hollt fyrir fullorðna áhorfendur. Það eina sem klám gerir er auðvelda körlum að 'fá úr honum'og ýta undir hugaróra þeirra um alger yfirráð yfir konum.
Efnisorð: Klám
<< Home