Trigger, ekki hesturinn
Mig vantar íslenska þýðingu á „trigger.“ Mér nægir ekki alveg orðabókarútskýringin „hrinda af stað,“ því hún nær ekki að koma því sem ég þarf til skila. Það sem er að vefjast fyrir mér er það sem ég oft sé hjá enskumælandi bloggurum og hljóðar svona: „Warning, may be triggering.“ Eða bara, „Warning. Trigger.“ Á eftir fylgir svo einhver fremur hroðaleg lýsing á atburðum sem einhver lesenda bloggsins gæti hafa reynt á eigin skinni. Slíkt getur orðið til að rifja atburðinn upp fyrir lesandanum og hún jafnvel fallið í þunglyndi eða upplifað PTSD (post traumatic stress disorder) á annan hátt. Trigger-viðvörunin er því mjög mikilvæg ætli bloggari sér að fjalla um hluti sem ekki allar treysta sér til að lesa. Auðvitað geta sumir lesendur, jafnvel þó þær hafi vonda lífsreynslu að baki, alveg lesið slíkar lýsingar og svo aftur aðrar, sem enga reynslu hafa af slíku, alveg farið yfirum við að lesa þær, en betra er þó að vara fólk við. Mér finnst frekar langsótt að skrifa: „Varúð, eftirfarandi bloggfærsla getur hrundið af stað óþægilegum hugrenningatengslum,“ og vil því helst finna eitthvað snaggaralegra. En kannski læt ég hina löngu útskýringu duga til að byrja með.
Þó er það ekki svo, að ég ætli núna að skrifa eitthvað sem fólki getur orðið ómótt af að lesa, en þetta blogg mun fjalla að talsverðu leyti um nauðganir, klám og vændi. Það er ekki geðslegt að lesa um slíkt og verður reynt að vara við því eftir föngum. Líklegt er þó að sú sem hér skrifar sé orðin ónæm að einhverju leyti og átti sig ekki alltaf á hvenær mörk geta legið.
Það mættu reyndar vera viðvaranir í fleiri tilvikum. Það hefur ekki ósjaldan gerst á undanförnum árum, að undirrituð hefur farið á leikhús í sakleysi sínu og fengið framaní sig nákvæmar lýsingar, ýmist í orðum eða gerðum, á kynferðislegu ofbeldi sem beitt er gegn konum. Og kom þó hvergi fram í leikskrá eða gagnrýni blaðanna að slíkt væri að finna í verkinu. Það er ekki þægilegt að ætla að eiga upplífgandi og menningarlega stund og vera svo með hjartslátt af ótta og finna hvernig vanmáttartilfinningin breytist í illa hamda reiði, langa til að sparka í sætisbakið hjá kallinum sem situr fyrir framan og hefur örugglega gert svona ógeðslega hluti við einhverja konu. Koma út, miður sín og þurfa að hlusta á velþóknunarsamkvæmishjal í hléinu eða í fatahenginu þar sem fólk talar um hvað þetta hafi nú verið vel lukkað og skemmtilegt.
Annaðhvert leikhúsverk virðist vera um kynferðisofbeldi eða innihalda það á einhvern hátt. Og bíómyndir líka. Það virðist hafa verið skemmtilegasta uppgötvun sem handritshöfundar gerðu á ofanverðri síðustu öld, að hægt væri að skrifa endalausar útgáfur á því hvernig og við hvaða aðstæður væri hægt að ráðast á konur og nauðga þeim. Kynferðisbrot gegn konum höfðu áður legið í þagnargildi konum til skaða, en nú var hægt að nota þau sem fóður í bíómyndir, leikrit og sjónvarpsþætti. Sjáið Law and Order, Special Victims Unit. Sá þáttur fjallar eingöngu um kynferðisbrot (líklega gegn börnum líka, ég hef ekki haft geð í mér að horfa oft á hann) og þar eru þolendur auðvitað alltaf glæstar grannar konur, sem svo áhorfendur fá að sjá limlestar og dauðar, að undangengnu atriðinu þar sem sýnt er hvernig þær enduðu svona limlestar og dauðar. Eða CSI? Þar er eins og það sé verið að ala upp fetishisma í áhorfendum fyrir fögrum nöktum dauðum konum. Í öllu falli er verið að gera kynferðisbrot gegn konum að féþúfu (exploitation). Afar smekklegt.
Eftir að hafa horft á milljón bíómyndir, og þá er ég bara að tala um mainstream Hollywood framleiðslu, þá eru áhorfendur reyndar orðnir nokkuð skilyrtir fyrir hvaða konur eigi að sjást í bíó og sjónvarpi. Þær eiga að vera síðhærðar, hávaxnar, grannar en þó með stór brjóst sem eru klesst saman og uppávið svo þau myndi brjóstaskoru. Þetta eru nánast einu konurnar sem sjást og nú sjáum við þær limlestar, dauðar. Ef við erum orðin svona skilyrt á útlit kvenna, verður þá ekki skilyrði fljótlega að þær verði allar svolítið limlestar í öllum mainstream myndum?
Í klámmyndum er sársauki sem konur finna fyrir, eitt það helsta sem spilað er á, á eftir niðurlægingunni. (Meira um það síðar, ég er ekki komin með nógu lipra þýðingu á trigger-viðvörunni). Og með því að horfa á kvikmyndir, sjónvarpsþætti og leikrit sem fjalla um þetta efni, á mjög misjöfnum nótum – stundum tekst að gera þannig að það dregur athyglina að vandamálinu án þess að níðast á því – þá er verið að gera kynferðisofbeldi gegn konum að daglegum, nánast sjálfsögðum hlut. Með því er gert mjög lítið úr þjáningum fórnarlambanna og hérumbil sagt við þær að þetta sé nú eitthvað sem sé alltaf að ske og óþarfi að gera sér rellu út af því. Sannarlega er kynferðisofbeldi gegn konum daglegt og ótrúlegur fjöldi kvenna verður fyrir því á degi hverjum. En það má aldrei verða þannig að við verðum ónæm fyrir því.
Þó er það ekki svo, að ég ætli núna að skrifa eitthvað sem fólki getur orðið ómótt af að lesa, en þetta blogg mun fjalla að talsverðu leyti um nauðganir, klám og vændi. Það er ekki geðslegt að lesa um slíkt og verður reynt að vara við því eftir föngum. Líklegt er þó að sú sem hér skrifar sé orðin ónæm að einhverju leyti og átti sig ekki alltaf á hvenær mörk geta legið.
Það mættu reyndar vera viðvaranir í fleiri tilvikum. Það hefur ekki ósjaldan gerst á undanförnum árum, að undirrituð hefur farið á leikhús í sakleysi sínu og fengið framaní sig nákvæmar lýsingar, ýmist í orðum eða gerðum, á kynferðislegu ofbeldi sem beitt er gegn konum. Og kom þó hvergi fram í leikskrá eða gagnrýni blaðanna að slíkt væri að finna í verkinu. Það er ekki þægilegt að ætla að eiga upplífgandi og menningarlega stund og vera svo með hjartslátt af ótta og finna hvernig vanmáttartilfinningin breytist í illa hamda reiði, langa til að sparka í sætisbakið hjá kallinum sem situr fyrir framan og hefur örugglega gert svona ógeðslega hluti við einhverja konu. Koma út, miður sín og þurfa að hlusta á velþóknunarsamkvæmishjal í hléinu eða í fatahenginu þar sem fólk talar um hvað þetta hafi nú verið vel lukkað og skemmtilegt.
Annaðhvert leikhúsverk virðist vera um kynferðisofbeldi eða innihalda það á einhvern hátt. Og bíómyndir líka. Það virðist hafa verið skemmtilegasta uppgötvun sem handritshöfundar gerðu á ofanverðri síðustu öld, að hægt væri að skrifa endalausar útgáfur á því hvernig og við hvaða aðstæður væri hægt að ráðast á konur og nauðga þeim. Kynferðisbrot gegn konum höfðu áður legið í þagnargildi konum til skaða, en nú var hægt að nota þau sem fóður í bíómyndir, leikrit og sjónvarpsþætti. Sjáið Law and Order, Special Victims Unit. Sá þáttur fjallar eingöngu um kynferðisbrot (líklega gegn börnum líka, ég hef ekki haft geð í mér að horfa oft á hann) og þar eru þolendur auðvitað alltaf glæstar grannar konur, sem svo áhorfendur fá að sjá limlestar og dauðar, að undangengnu atriðinu þar sem sýnt er hvernig þær enduðu svona limlestar og dauðar. Eða CSI? Þar er eins og það sé verið að ala upp fetishisma í áhorfendum fyrir fögrum nöktum dauðum konum. Í öllu falli er verið að gera kynferðisbrot gegn konum að féþúfu (exploitation). Afar smekklegt.
Eftir að hafa horft á milljón bíómyndir, og þá er ég bara að tala um mainstream Hollywood framleiðslu, þá eru áhorfendur reyndar orðnir nokkuð skilyrtir fyrir hvaða konur eigi að sjást í bíó og sjónvarpi. Þær eiga að vera síðhærðar, hávaxnar, grannar en þó með stór brjóst sem eru klesst saman og uppávið svo þau myndi brjóstaskoru. Þetta eru nánast einu konurnar sem sjást og nú sjáum við þær limlestar, dauðar. Ef við erum orðin svona skilyrt á útlit kvenna, verður þá ekki skilyrði fljótlega að þær verði allar svolítið limlestar í öllum mainstream myndum?
Í klámmyndum er sársauki sem konur finna fyrir, eitt það helsta sem spilað er á, á eftir niðurlægingunni. (Meira um það síðar, ég er ekki komin með nógu lipra þýðingu á trigger-viðvörunni). Og með því að horfa á kvikmyndir, sjónvarpsþætti og leikrit sem fjalla um þetta efni, á mjög misjöfnum nótum – stundum tekst að gera þannig að það dregur athyglina að vandamálinu án þess að níðast á því – þá er verið að gera kynferðisofbeldi gegn konum að daglegum, nánast sjálfsögðum hlut. Með því er gert mjög lítið úr þjáningum fórnarlambanna og hérumbil sagt við þær að þetta sé nú eitthvað sem sé alltaf að ske og óþarfi að gera sér rellu út af því. Sannarlega er kynferðisofbeldi gegn konum daglegt og ótrúlegur fjöldi kvenna verður fyrir því á degi hverjum. En það má aldrei verða þannig að við verðum ónæm fyrir því.
Efnisorð: Fjölmiðlar, íslenskt mál, menning, Nauðganir, Sjónvarpsþættir
<< Home