mánudagur, febrúar 18, 2013

Lesendur hafa val

Samræmd vefmæling modernus sýnir að mbl.is er mest lesni fréttavefur landsins. Mér skilst að það ástand hafi varað um langa hríð. Þegar núverandi ritstj. tók við Morgunblaðinu sögðu ellefu þúsund manns upp áskriftinni í mótmælaskyni. Nú virðist sem þetta fólk og fleira til lesi blaðið á netinu. Kannski áttar fólk sig ekki á að auglýsingatekjur Moggans aukast við hvert skipti sem einhver skoðar sig um á mbl.is, og þannig styrkist ritstj. í sessi.

Pistill Agnars Kr. Þorsteinssonar um ritstj. gerði fyrirhugaðan pistil minn (sem hefði verið uppfullur af ágætlega viðeigandi orðum eins og 'kvenfyrirlitning') fullkomlega óþarfan, því Agnar hittir naglann algerlega á höfuðið. Og ég get ekki annað en tekið undir með honum:

Hættum að fóðra tröllin.

Efnisorð: , , , ,