Lof og last
LOF
Lof fá Bændasamtök Íslands sem kusu sér nýja stjórn á dögunum og eru konur nú í meirihluta í stjórninni.
Lof fær Ríkissjónvarpið fyrir að bregðast skjótt við og sýna hina splúnkunýju kynfræðslumynd Fáðu já, og að efna til fjölbreytilegrar umræðu um myndina í Kastljósinu kvöldið eftir.
Lof fá Sigfríður Inga Karlsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir sem skrifuðu ágæta hugleiðingu um skapabarmaaðgerðir.
Lof fær Kristín I Pálsdóttir fyrir dúndurgóða ræðu á stofnfundi Rótarinnar - félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda.
Lof fær ríkisstjórnin fyrir að senda tvo ráðherra til Færeyja til að þakka Færeyingum aðstoðina hér um árið þegar mest á reið.
LAST
Tregða Seðlabankans við að afhenda hljóðritað samtal eða útskrift af því svo að í það minnsta þingmenn (það ætti auðvitað að vera birt í fjölmiðlum) viti hvað Davíð og Geir fór á milli 6. október 2008 þegar Davíð lét Kaupþing fá 500 milljónir evra — sem síðan hefur ekkert spurst til. Í Seðlabankanum er hvorki til lánasamningur né skjöl sem skýra lánveitinguna og ekkert finnst skjalfest í Kaupþingi (tætarar voru mest keypta jólagjöfin árið 2008).
Gerð er teiknimynd um lóuunga og þá er hann auðvitað karlkyns og heitir Lói! (Auðvitað alltof langsótt að lóuungi heiti Lóa.) Framleiðendurnir hafa líklega ekki treyst því að þeir fengju leikkonur til að annast talsetninguna, þær eru víst svo rosalega bissí að leika í íslenskum kvikmyndum.
Last dagsins fær svo Þór Saari fyrir að eyða 5 klukkustundum af naumum og dýrmætum tíma þingsins í tómt rugl.
Lof fá Bændasamtök Íslands sem kusu sér nýja stjórn á dögunum og eru konur nú í meirihluta í stjórninni.
Lof fær Ríkissjónvarpið fyrir að bregðast skjótt við og sýna hina splúnkunýju kynfræðslumynd Fáðu já, og að efna til fjölbreytilegrar umræðu um myndina í Kastljósinu kvöldið eftir.
Lof fá Sigfríður Inga Karlsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir sem skrifuðu ágæta hugleiðingu um skapabarmaaðgerðir.
Lof fær Kristín I Pálsdóttir fyrir dúndurgóða ræðu á stofnfundi Rótarinnar - félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda.
Lof fær ríkisstjórnin fyrir að senda tvo ráðherra til Færeyja til að þakka Færeyingum aðstoðina hér um árið þegar mest á reið.
LAST
Tregða Seðlabankans við að afhenda hljóðritað samtal eða útskrift af því svo að í það minnsta þingmenn (það ætti auðvitað að vera birt í fjölmiðlum) viti hvað Davíð og Geir fór á milli 6. október 2008 þegar Davíð lét Kaupþing fá 500 milljónir evra — sem síðan hefur ekkert spurst til. Í Seðlabankanum er hvorki til lánasamningur né skjöl sem skýra lánveitinguna og ekkert finnst skjalfest í Kaupþingi (tætarar voru mest keypta jólagjöfin árið 2008).
Gerð er teiknimynd um lóuunga og þá er hann auðvitað karlkyns og heitir Lói! (Auðvitað alltof langsótt að lóuungi heiti Lóa.) Framleiðendurnir hafa líklega ekki treyst því að þeir fengju leikkonur til að annast talsetninguna, þær eru víst svo rosalega bissí að leika í íslenskum kvikmyndum.
Last dagsins fær svo Þór Saari fyrir að eyða 5 klukkustundum af naumum og dýrmætum tíma þingsins í tómt rugl.
Efnisorð: feminismi, heilbrigðismál, hrunið, kvikmyndir, Lof og last, pólitík, Sjónvarpsþættir
<< Home