þriðjudagur, mars 26, 2013

Litli dýravinurinn kætist

Mikið er nú gott og gaman að frumvarp um velferð dýra hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum.

Fyrsta grein laganna hljóðar svo:
Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.

Sérstakt hrós fá Steingrímur J. Sigfússon fyrir að leggja fram frumvarpið og Ólína Þorvarðardóttir sem var framsögumaður nefndarálits atvinnuveganefndar (og skrifaði þar að auki ágætan pistil um frumvarpið undir heitinu „Dýravelferð í siðuðu samfélagi“).

Þessum lögum fagna dýravinir.

Efnisorð: