þriðjudagur, apríl 02, 2013

Heldur vildi ég hlaupa apríl

Í gær var kynnt nýtt framboð, Flokkur heimilanna, með Pétur Gunnlaugsson í broddi fylkingar. Á mynd mátti sjá hann ásamt Arnþrúði Karlsdóttur og Ásgerði Jónu Flosadóttur. Ég var alveg sannfærð um að þetta væri aprílgabb enda þótt fréttin væri í öllum fjölmiðlum, það er bara eitthvað svo fjarstæðukennt að þetta fólk trúi því að einhver kjósi þau.

Áðan var ég svo að horfa á hinn fyrirfram umdeilda þátt Blachman í danska sjónvarpinu. Hefði hann verið sýndur degi fyrr hefði ég verið tilbúin að veðja að um aprílgabb væri að ræða. Þátturinn var svo slæmur að ég á ekki orð. Eða öllu heldur: ég á of mörg orð til að koma skipulagi á röð þeirra. Skrifa hugsanlega um þáttinn seinna en vonandi tekst mér að gleyma honum.


Efnisorð: , ,