mánudagur, apríl 08, 2013

Tíu börn og tvær konur


Ein ástæða þess að niðurstaða Alþingisprófs DV varð sú að ég ætti samleið með VG er andstaða mín við aðild Íslands að NATÓ, Atlantshafsbandalaginu. Ástæða andúðar minnar á NATÓ blasir við í fjölmiðlum í dag.



[Úr frétt Smugunnar] Þúsundir óbreyttra afgana hafa verið drepnir í átökum frá því að Bandaríkjamenn réðust á Afganistan árið 2001. Tugir þúsunda til viðbóta hafa dáið á vergangi og í tengslum við stríðið. Í nótt drápu herir Nató drápu tíu börn og tvær konur í loftárásum.

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir af því tilefni:
„Enn á ný sannast að saklausir borgarar, börn þar á meðal, eru iðulega fórnarlömb í stríðsátökum. Klisjan um að Nató sé „varnarbandalag“ verður býsna hjáróma þegar við heyrum fréttir eins og þessar,“ segir Ári Þór. „Hernaðarbandalagið Nató á skilyrðirlaust að láta af árásum sínum, sem æ ofan í æ hafa hörmulegar afleiðingar, og á reyndar að draga sig út úr Afganistan. Þá kröfu á Ísland að reisa á vettvangi Nató,“ segir Árni Þór.

Hann minnir um leið á að stefna Vinstri grænna sé að standa utan hernaðarbandalaga. „Tilgangsleysi þessa bandalags og aðildar Íslands ætti því að vera hverjum manni ljóst. Það á að vinna að lausn svæðisbundinna stríðsátaka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem öll ríki eiga aðild.“

Ég tek undir orð Árna Þórs, sem ég á 88% samleið með, skv. Alþingisprófinu.

Efnisorð: ,