Stærra mál en óheppni í ástum
Ég hef stillt mig um að svara endaleysunni úr Evu Hauksdóttur sem er nú í herferð í 33 liðum gegn feminisma. Ekki er þögn mín vegna þess að mér finnist hún hitta naglann á höfuðið eða ég sé kjaftstopp yfir meintri rökfimi hennar heldur nenni ég ekki að elta ólar við hana, a.m.k. á þessu stigi málsins. Þó geri ég undantekningu með pistillinn sem hún birti í dag. Þar heldur hún því fram að feminismi (eða að minnsta kosti kynjafræði sem ein birtingarmynd feminisma) sé afleiðing þess að konur hafi orðið fyrir áföllum í ástalífinu.
Nú er það fyrst til að telja að ég skrifaði pistil fyrir margt löngu sem kemur inná þessa fullyrðingu Evu, að einhver karlmaður hafi farið illa með feminista eða svikið þær á einhvern hátt. Hann má lesa hér.
Til að gera langa sögu stutta þá kemst ég ekki að sömu niðurstöðu og Eva Hauksdóttir, að vísindastarf kynjafræðanna og feminískar stjórnvaldsákvarðanir séu afleiðing þess að konur lentu í ástarsorg, urðu bitrar, fóru að hata karla og gerðust feministar, heldur bendi ég á (án þess að orða það nákvæmlega svona) að konur sem eru feministar sjá hegðun karla sem kerfisbundið vandamál en ekki uppátæki einstaklinga. Feministar einblína ekki á að vandamálið sé þessi 'vondi fyrrverandi kærasti' — og þær eru heldur ekki í hefndarhug vegna hans og láta biturleika sinn bitna á öllum karlmönnum – heldur sjá að vandinn er á stærri skala, að það er eitthvað rotið í veldi karla. Kynferðisofbeldið, klámið og kynbundni launamunurinn (þó ég telji hann ekki upp í pistlinum) eru meðal birtingarmynda þess sem er rotið við karlveldið.
Fjölmargir feministar eiga í farsælum samböndum við karlmenn og vilja þeim allt hið besta. Feministar reka ekki áróður sem byggir á karlhatri, heldur benda á skaðsemi karlveldisins. Margir karlmenn sjá skaðsemi þessa karlveldis og eru mjög fegnir því að sumstaðar hefur feminisminn orðið til þess að hlutverk karla er t.a.m. ekki lengur bara að vera skaffarinn, heldur hefur verið greitt fyrir því að þeir geti átt náin og innileg samskipti við börn sín allt frá upphafi. Það hefur gerst með vitundarvakningu og stjórnvaldsaðgerðum sem eiga rætur að rekja til feminisma.
Annað mál er að margir karlmenn — og konur á borð við Evu — þola enga gagnrýni á karlveldið og sjá ekkert athugavert við það eða ofbeldishegðun karla sem skáka í skjóli þess.
Nú er það fyrst til að telja að ég skrifaði pistil fyrir margt löngu sem kemur inná þessa fullyrðingu Evu, að einhver karlmaður hafi farið illa með feminista eða svikið þær á einhvern hátt. Hann má lesa hér.
Til að gera langa sögu stutta þá kemst ég ekki að sömu niðurstöðu og Eva Hauksdóttir, að vísindastarf kynjafræðanna og feminískar stjórnvaldsákvarðanir séu afleiðing þess að konur lentu í ástarsorg, urðu bitrar, fóru að hata karla og gerðust feministar, heldur bendi ég á (án þess að orða það nákvæmlega svona) að konur sem eru feministar sjá hegðun karla sem kerfisbundið vandamál en ekki uppátæki einstaklinga. Feministar einblína ekki á að vandamálið sé þessi 'vondi fyrrverandi kærasti' — og þær eru heldur ekki í hefndarhug vegna hans og láta biturleika sinn bitna á öllum karlmönnum – heldur sjá að vandinn er á stærri skala, að það er eitthvað rotið í veldi karla. Kynferðisofbeldið, klámið og kynbundni launamunurinn (þó ég telji hann ekki upp í pistlinum) eru meðal birtingarmynda þess sem er rotið við karlveldið.
Fjölmargir feministar eiga í farsælum samböndum við karlmenn og vilja þeim allt hið besta. Feministar reka ekki áróður sem byggir á karlhatri, heldur benda á skaðsemi karlveldisins. Margir karlmenn sjá skaðsemi þessa karlveldis og eru mjög fegnir því að sumstaðar hefur feminisminn orðið til þess að hlutverk karla er t.a.m. ekki lengur bara að vera skaffarinn, heldur hefur verið greitt fyrir því að þeir geti átt náin og innileg samskipti við börn sín allt frá upphafi. Það hefur gerst með vitundarvakningu og stjórnvaldsaðgerðum sem eiga rætur að rekja til feminisma.
Annað mál er að margir karlmenn — og konur á borð við Evu — þola enga gagnrýni á karlveldið og sjá ekkert athugavert við það eða ofbeldishegðun karla sem skáka í skjóli þess.
<< Home