Vildum við verða eins og strákarnir?
Mega konur:
— drekka eins og karlmenn
— sofa hjá mörgum eins og strákarnir
— keyra stóra bíla
— horfa á fótbolta og drekka bjór
— velja sér nám og starf sem miðar að því að græða peninga, sama á hvers kostnað það er: annarra kvenna, umhverfisins, samfélagsins
— sleppa því að heimsækja ættingja á spítala eða elliheimili
— sleppa því að taka þátt í að sinna öldruðum ættingjum sem þurfa aðstoð allan sólarhringinn þar til þeir komast á stofnanir
— sleppa því að baka fyrir jólin, taka ekki þátt í að skipuleggja stórviðburði í fjölskyldunni, hjálpa ekki til við uppvaskið eftir veislur*
Hvar liggja mörk þess hvenær konur eru að ganga gegn viðteknum venjum (sem er þá plús fyrir kvennabaráttuna) og þess að þær eru farnar að herma eftir karlmönnum og apa upp eftir þeim ósiðina? Til hvers var kvennabaráttan? Til þess að konur gætu gert allt sem karlmenn gera og mættu nýta alla möguleika til fulls eða finnst okkur að einhverstaðar séu mörkin og þau liggi þar sem hegðun kvenna er farin að líkjast þeirri hegðun karla sem okkur hefur þótt gagnrýnisverðust hingað til: axla ekki ábyrgð innan fjölskyldu, lítil virðing borin fyrir samfélagi, heimtufrekja og græðgi á tíma og líkama annarra. Hvernig geta konur farið úr fari heimavinnandi húsmóðurinnar ef hún má ekki fara að vinna störf sem körlum voru áður ætluð og afla sér launa innan kerfis sem karlar bjuggu til? Konur hafa sannarlega bent á að það þurfi að breyta leikreglunum, en þar til þurfum við líklega að spila leikinn en þó vonandi á okkar forsendum.
Kynlífsbylting sjöunda áratugarins aflétti ýmsum hömlum og var bráðnauðsynleg. Þó eru margar konur enn að sleikja sárin eftir að hafa gengið lengra en samfélaginu þótti hæfa og lét bitna á einstökum konum. Enn í dag eru konur ásakaðar um ósæmilega hegðun í kynferðismálum og kannski þarf samfélagið að breytast í þá átt að samþykkja hvaða hegðun sem er en kannski hefur hegðun karla (sem hefur einkennst af því að sofa hjá öllum konum sem þeir hitta án nokkurs tillits til hverjar þær eru eða eða hvaða væntingar þær hafa til lífsins; með öðrum orðum án þess að bera fyrir þeim virðingu) í kynferðismálum ekki verið til neinnar fyrirmyndar og brýna þyrfti fyrir bæði stelpum og strákum að það sé ekki farsæl leið til að byggja upp sjálfsímynd og sjálfsvirðingu.
Drykkja kvenna er svo enn annað mál. Að sjálfsögðu mega konur drekka eins og þær vilja. Alkóhólismi gerir þó ekki greinarmun á fólki og ýmiskonar óhöpp, ógæfa og glæpir eru líklegri til að verða á vegi þeirra sem stunda mikla drykkju (ölvunarakstur er t.d. afar sjaldan stundaður af ódrukknu fólki).
En viljum við þá áfram tvískipt samfélag? Að karlmenn aki stórum jeppum og séu forstjórar sem drekki bjór meðan þeir horfa á fótboltann og synir þeirra detti svakalega íðað um helgar og ríði öllu lauslegu en stelpur verjist ágangi þeirra stóreygar sötrandi sódavatn meðan mæður þeirra heimavinnandi húsmæðurnar með stífpressaða stórisana skutlist í saumaklúbb á sparneytna bílnum? Ég vil það auðvitað ekki. En ég vil áfram halda áfram að horfa gagnrýnum augum á hvaða ósiði konur apa upp eftir karlmönnum og hvar afturámóti við getum staðið þeim jafnfætis án þess að bera kinnroða vegna þess hvernig við komumst þangað. Engri konu vil ég banna að hegða sér eins og henni sýnist. En stundum sýnist mér að konur hegði sér eins og körlum hentar best og hef áhyggjur af að þær - og við allar - sitji eftir með sárt ennið.
Kvennabaráttan átti að koma okkur öllum til góða, það er ekki ásættanlegt að fórna einstaklingum. Þessvegna held ég áfram að hafa áhyggjur af kófdrukknum unglingsstúlkum sem halda að strákarnir líti á sig sem jafningja þegar þær sofa hjá heilu partýi á einu kvöldi.
___
* Listinn hér að ofan er ekki listi yfir hegðun sem ég fordæmi. Sumt af þessu finnst mér sjálfsagt. Annað hef ég gert eða geri en set þó spurningarmerki við hversu jákvætt það sé fyrir kvennabaráttuna í heild.
— drekka eins og karlmenn
— sofa hjá mörgum eins og strákarnir
— keyra stóra bíla
— horfa á fótbolta og drekka bjór
— velja sér nám og starf sem miðar að því að græða peninga, sama á hvers kostnað það er: annarra kvenna, umhverfisins, samfélagsins
— sleppa því að heimsækja ættingja á spítala eða elliheimili
— sleppa því að taka þátt í að sinna öldruðum ættingjum sem þurfa aðstoð allan sólarhringinn þar til þeir komast á stofnanir
— sleppa því að baka fyrir jólin, taka ekki þátt í að skipuleggja stórviðburði í fjölskyldunni, hjálpa ekki til við uppvaskið eftir veislur*
Hvar liggja mörk þess hvenær konur eru að ganga gegn viðteknum venjum (sem er þá plús fyrir kvennabaráttuna) og þess að þær eru farnar að herma eftir karlmönnum og apa upp eftir þeim ósiðina? Til hvers var kvennabaráttan? Til þess að konur gætu gert allt sem karlmenn gera og mættu nýta alla möguleika til fulls eða finnst okkur að einhverstaðar séu mörkin og þau liggi þar sem hegðun kvenna er farin að líkjast þeirri hegðun karla sem okkur hefur þótt gagnrýnisverðust hingað til: axla ekki ábyrgð innan fjölskyldu, lítil virðing borin fyrir samfélagi, heimtufrekja og græðgi á tíma og líkama annarra. Hvernig geta konur farið úr fari heimavinnandi húsmóðurinnar ef hún má ekki fara að vinna störf sem körlum voru áður ætluð og afla sér launa innan kerfis sem karlar bjuggu til? Konur hafa sannarlega bent á að það þurfi að breyta leikreglunum, en þar til þurfum við líklega að spila leikinn en þó vonandi á okkar forsendum.
Kynlífsbylting sjöunda áratugarins aflétti ýmsum hömlum og var bráðnauðsynleg. Þó eru margar konur enn að sleikja sárin eftir að hafa gengið lengra en samfélaginu þótti hæfa og lét bitna á einstökum konum. Enn í dag eru konur ásakaðar um ósæmilega hegðun í kynferðismálum og kannski þarf samfélagið að breytast í þá átt að samþykkja hvaða hegðun sem er en kannski hefur hegðun karla (sem hefur einkennst af því að sofa hjá öllum konum sem þeir hitta án nokkurs tillits til hverjar þær eru eða eða hvaða væntingar þær hafa til lífsins; með öðrum orðum án þess að bera fyrir þeim virðingu) í kynferðismálum ekki verið til neinnar fyrirmyndar og brýna þyrfti fyrir bæði stelpum og strákum að það sé ekki farsæl leið til að byggja upp sjálfsímynd og sjálfsvirðingu.
Drykkja kvenna er svo enn annað mál. Að sjálfsögðu mega konur drekka eins og þær vilja. Alkóhólismi gerir þó ekki greinarmun á fólki og ýmiskonar óhöpp, ógæfa og glæpir eru líklegri til að verða á vegi þeirra sem stunda mikla drykkju (ölvunarakstur er t.d. afar sjaldan stundaður af ódrukknu fólki).
En viljum við þá áfram tvískipt samfélag? Að karlmenn aki stórum jeppum og séu forstjórar sem drekki bjór meðan þeir horfa á fótboltann og synir þeirra detti svakalega íðað um helgar og ríði öllu lauslegu en stelpur verjist ágangi þeirra stóreygar sötrandi sódavatn meðan mæður þeirra heimavinnandi húsmæðurnar með stífpressaða stórisana skutlist í saumaklúbb á sparneytna bílnum? Ég vil það auðvitað ekki. En ég vil áfram halda áfram að horfa gagnrýnum augum á hvaða ósiði konur apa upp eftir karlmönnum og hvar afturámóti við getum staðið þeim jafnfætis án þess að bera kinnroða vegna þess hvernig við komumst þangað. Engri konu vil ég banna að hegða sér eins og henni sýnist. En stundum sýnist mér að konur hegði sér eins og körlum hentar best og hef áhyggjur af að þær - og við allar - sitji eftir með sárt ennið.
Kvennabaráttan átti að koma okkur öllum til góða, það er ekki ásættanlegt að fórna einstaklingum. Þessvegna held ég áfram að hafa áhyggjur af kófdrukknum unglingsstúlkum sem halda að strákarnir líti á sig sem jafningja þegar þær sofa hjá heilu partýi á einu kvöldi.
___
* Listinn hér að ofan er ekki listi yfir hegðun sem ég fordæmi. Sumt af þessu finnst mér sjálfsagt. Annað hef ég gert eða geri en set þó spurningarmerki við hversu jákvætt það sé fyrir kvennabaráttuna í heild.
<< Home