Barnaþrælkun
Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hefur birt skýrslu um barnaþrælkun. Þar segir að allt að 10,5 milljónir barna séu neyddar til að vinna baki brotnu á heimilum annars fólks, flest séu ekkert annað en heimilisþrælar.
Bara það að lesa frétt um barnaþrælkunina er niðurdrepandi. Þó hljóta einhverjir að vera tilbúnir að gagnrýna aðferðafræðina bakvið niðurstöður skýrslunnar og draga fram í dagsljósið að einhver hluti þeirra sem strita við að skrúbba og skúra, elda mat, rækta heimilisgarðinn, sækja vatn, gæta barna og hlynna að öfum og ömmum, sé sáttur við sitt hlutskipti: hafi unun af heimilisstörfum, að ræka jörðina og sinna umönnun. Mörg börn hljóti eflaust betra atlæti hjá húsbændum sínum heldur en á upprunaheimilum sínum og þar með betra líf. Það sé auðvitað talsvert vandamál að sum börnin séu ofurseld líkamlegum refsingum, andlegri kúgun og kynferðislegu ofbeldi (skilgreina það á eðlilegum forsendum takk, en ekki eftir duttlungum stjórnvaldssinnaðra feminista!) — en það megi ekki loka fyrir þann möguleika að fólk geti fengið sér svona barn til að gera allan andskotann fyrir sig, enda þurfa þessi börn hvortsemer einhverstaðar að búa og borða. Svo verði hamrað á því nokkrum sinnum (í mörgum pistlum) að mörg þessara barna uni glöð við sitt.
Ég bíð spennt eftir að lesa vandaðar og rökfastar útskýringar á afhverju barnaþrælkun sé réttlætanleg — þangað til leyfi ég mér að fordæma hana alfarið og að öllu leyti.
Bara það að lesa frétt um barnaþrælkunina er niðurdrepandi. Þó hljóta einhverjir að vera tilbúnir að gagnrýna aðferðafræðina bakvið niðurstöður skýrslunnar og draga fram í dagsljósið að einhver hluti þeirra sem strita við að skrúbba og skúra, elda mat, rækta heimilisgarðinn, sækja vatn, gæta barna og hlynna að öfum og ömmum, sé sáttur við sitt hlutskipti: hafi unun af heimilisstörfum, að ræka jörðina og sinna umönnun. Mörg börn hljóti eflaust betra atlæti hjá húsbændum sínum heldur en á upprunaheimilum sínum og þar með betra líf. Það sé auðvitað talsvert vandamál að sum börnin séu ofurseld líkamlegum refsingum, andlegri kúgun og kynferðislegu ofbeldi (skilgreina það á eðlilegum forsendum takk, en ekki eftir duttlungum stjórnvaldssinnaðra feminista!) — en það megi ekki loka fyrir þann möguleika að fólk geti fengið sér svona barn til að gera allan andskotann fyrir sig, enda þurfa þessi börn hvortsemer einhverstaðar að búa og borða. Svo verði hamrað á því nokkrum sinnum (í mörgum pistlum) að mörg þessara barna uni glöð við sitt.
Ég bíð spennt eftir að lesa vandaðar og rökfastar útskýringar á afhverju barnaþrælkun sé réttlætanleg — þangað til leyfi ég mér að fordæma hana alfarið og að öllu leyti.
Efnisorð: alþjóðamál, feminismi, mannréttindi
<< Home