sunnudagur, júní 09, 2013

Lof og last

LOF

Lof fær Birna Björk Árnadóttir hluthafinn í Hval sem er á móti hvalveiðum fyrir að stíga fram og útskýra afstöðu sína.

Lof fær bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky sem hyggst styðja við bakið á Náttúrverndarsamtökum Íslands.

Leiðari Ólafs Þ. Stephensen um hjónabönd samkynhneigðra — og skemmtileg hugmynd sem hann setur fram í lokin!


LAST

Fávitinn sem tróð logandi sígarettu í trýni fíkniefnahundsins Nökkva.

Jafnrétti forsætisráðherrann (þessi sem starfar í umboði ÓRG nema á þeim sviðum sem ÓRG hentar) sem svarar ítrekað þegar hann er spurður um kynjaskiptingu að það væri „skemmtilegra“ ef það væru jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn og nefndum alþingis. Svör hans þegar hann er spurður útí kynjahallann eru ótrúlega gamaldags. „Það hallar ekki á konur, á heildina litið, miðað við fjölda þingmanna. Hins vegar er auðvitað í vissum nefndum ójöfn kynjahlutföll … en konur eru í miklum meirihluta í velferðarnefnd. “ Hvaða öld lifir þessi maður á?

Helgi Magnússon fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins skrifar grein í Fréttablaðið sem er varla hægt að kalla annað en endurritun á sögunni. Eða með orðum eins þeirra sem gera athugasemd við birtingu greinarinnar á Vísi.is:
„Sögufalsanir. Hræsni. Ofsi. Hatur. Og blind trú á náttúrulegan rétt hægri manna til valda í landinu. Það er þessi grein í hnotskurn. Það er að öðru leyti ekki hægt að svara þessu skammarlega kjaftæði.“

Efnisorð: , , , , , , ,