Dætur og synir
Nú er mikið talað um brottfall í skólum (og kannski skrifa ég um skoðanir mínar á því síðar) en þó aðallega brottfall stráka, rétt eins og það var aðallega skrifað um lélegan lesskilning stráka enda þótt stelpur eigi líka erfitt með lestur og hætti líka í skóla. En það sem mig langar meira að skrifa um í dag er að þrátt fyrir alla þessa umræðu, sem snýr að unglingum, þá er meiri vandi á höndum. Stúlkur og drengir fæðast nefnilega ekki lengur. Fólk eignast ekki dætur og syni. Það virðist bara alveg búið. Nú fæðast bara prinsar og prinsessur.
Ég veit ekki hvort þetta er vegna þess að fólk saknar konungssambands við Danmörk eða hvort það telur sig aðalsborið og eignist því prinsessur og prinsa. Hitt veit ég að fátt af því fólki sem tjáir sig um börn sín á netinu talar um dætur sínar og syni og samkvæmt þessu fólki fæðast ekki stúlkur og drengir lengur.
Það er líklega einsgott að þessi tíska er nýtilkomin, annars værum við líklega að halda uppá afmæli litla prinsins frá Hrafnseyri.
Ég veit ekki hvort þetta er vegna þess að fólk saknar konungssambands við Danmörk eða hvort það telur sig aðalsborið og eignist því prinsessur og prinsa. Hitt veit ég að fátt af því fólki sem tjáir sig um börn sín á netinu talar um dætur sínar og syni og samkvæmt þessu fólki fæðast ekki stúlkur og drengir lengur.
Það er líklega einsgott að þessi tíska er nýtilkomin, annars værum við líklega að halda uppá afmæli litla prinsins frá Hrafnseyri.
Efnisorð: íslenskt mál
<< Home