sunnudagur, febrúar 01, 2015

Ýmislegt um pilluna sem einnig er kölluð P-pillan eða getnaðarvarnarpillan

Á vef Ríkisútvarpsins birtist þessi frétt í dag:

„Carl Djerassi er látinn, 91 árs að aldri. Djerassi hefur stundum verið nefndur faðir pillunnar fyrir þátt sinn í rannsóknum sem leiddu til getnaðarvarnarpillunnar. Djerassi sagði síðar að sú uppgötvun hefði haft meiri áhrif á líf kvenna og karla en flestar aðrar vísindauppgötvanir eftirstríðsáranna.“
Það eru orð að sönnu.

Þetta er gott tilefni til að rifja upp að á þessari síðu hefur margoft verið minnst á pilluna, ýmist til að lofa hana eða lasta, stundum í framhjáhlaupi en stundum hefur hún verið meginefni pistla. Oft er verið að ræða fóstureyðingar og kvenfrelsi en eitt af fjölmörgum baráttumálum kvenna um allan heim er rétturinn til að hafa stjórn á frjósemi sinni.

Hér eru pistlarnir í tímaröð auk stuttrar en allsekki tæmandi lýsingar á innihaldi þeirra, hægt er að smella á titlana til að lesa hvern þeirra fyrir sig.


13. ágúst 2009, Allskonar konur fara í fóstureyðingu
Hér er nefnt að kristnir bókstafstrúarmenn, þ.m.t. kaþólikkar, eru andstæðingar fóstureyðinga, kynfræðslu og getnaðarvarna yfirleitt, en þar undir fellur pillan auðvitað, enda telja þeir það skyldu kvenna að eignast sem flest börn. (Neðar á síðunni er minnst á sömu afstöðu bókstafstrúarmanna innan íslam.)

3. maí 2010, Pillan í fimmtíu ár
Hér er farið yfir sögu pillunnar, hvaða lönd voru fyrst og síðust til að heimila sölu getnaðarvarnarpillunnar og takmörkunum á sölunni. Raktir eru kostir og nokkrir af fjölmörgum göllum pillunnar.

19. júní 2010, Feministar eiga þakkir skildar
Hér kemur fram að feministar eiga þátt í því að fræða konur um getnaðarvarnir.

16. október 2010, Karlmenn sem taka ábyrgð á frjósemi sinni
Hér er mælt með að karlar fari í ófrjósemisaðgerð fremur en konur taki getnaðarvarnarpilluna árum saman.

10. nóvember 2010, Við þurfum ekki fleira fólk
Um fólksfjöldastýringu, rasisma og mannfjölda (sjá talningu í rauntíma).

31. júlí 2011, Allir aðrir afneita honum
Hér kemur fram að Anders Behring Breivik vill takmarka aðgang kvenna að kynfræðslu, getnaðarvörnum og fóstureyðingum.

17. nóvember 2011, Ábyrgar herraklippingar
Jón Gnarr ræddi ófrjósemisaðgerðir karla í borgarstjórn og mælti með þeim því að
„getnaðarvarnir eru mjög gjarnan til mikilla óþæginda fyrir konur og eru það jafnan þær sem taka ábyrgð enda eru það þær sem sitja uppi með afleiðingarnar.“
15. desember 2011, Munurinn á smokknum og pillunni
Smokkurinn hefur það umfram pilluna að vera vörn gegn kynsjúkdómum auk þess að vera getnaðarvörn. Skrifað útfrá umræðum um Assange-málið.

8. apríl 2012, Aðgengi unglinga að getnaðarvörnum
Meira um kynsjúkdóma, smokkinn og hina hormónahlöðnu pillu.

10. apríl 2013, Lof og last
Það kemur varla á óvart að Bræðralag múslima í Egyptalandi er á móti getnaðarvörnum kvenna. En eins og fram kemur hér að ofan eiga þeir það sameiginlegt með kristnum körlum á borð við Breivik sem hatar múslima. Það er sterk og sameinandi þörf hjá þeim öllum að vilja hafa stjórn á líkömum kvenna.

Efnisorð: , , , ,