Gústaf Níelsson gerir meira segja Framsókn skömm til
Fyrst tók ég eftir Gústafs Níelssyni í umræðum um nektarstaði fyrir mörgum árum en hann var áberandi fylgismaður þeirra og bar einnig í bætifláka fyrir vændi — en þvertók auðvitað fyrir að vændi væri stundað á nektarstöðunum (en hann starfaði fyrir einn þeirra). Mér varð þá þegar illa við hann og ekkert sem hann hefur sagt eða gert síðan hefur breytt því áliti. Eigin upprifjun og ábendingar í athugasemdum leiða enda í ljós að hann er (bróðir Brynjars Níelssonar!) hlynntur nautaati auk þess auðvitað að vera hlynntur vændi og að haldnar séu sýningar á nöktum konum fyrir karla. Honum finnst samkynhneigð óeðlileg og hann er ekki bara á móti múslimum heldur hefur hann andúð á útlendingum yfirleitt.
Þetta er úr fjölmiðlagagnrýni frá árinu 2005 þegar Gústaf óð uppi á Útvarpi Sögu:
Framsóknarkonurnar í borgarstjórn máttu vita um almenna fordómafulla afstöðu hans en þeim fannst greinilega bara sniðugt að hann væri íslamófóbískur. Þeim hefur líklega fundist hann heppilegur til að hrista uppí þessu „óþarfa mannréttindaráði“. Að þær skyldu sækja þennan illa þefjandi skúnk í annan flokk sýnir kannski best hvað þeim bráðlá á að koma afstöðu hans á framfæri. Líklega hafa þær vonað að fundir mannréttindanefndar leystust upp í rifrildi um grundvallaratriði. Afsökuninni að þær hafi ekki vitað um hómófóbíu hans er best lýst með orðum Sóleyjar Tómasdóttur:
En það verður líka að líta til þess, einsog Þórður Snær Júlíusson bendir á að
Eftir stendur samt sem áður að dómgreind Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur er greinilega stórlega brengluð. Ekki að það hafi þær hafi sýnt neitt annað fram að þessu en hér fóru þær endanlega út fyrir öll mörk. Ef vanþóknun helstu ráðamanna flokksins er raunveruleg þá ættu þeir að fara fram á að Sveinbjörg og Guðfinna segðu af sér og hleyptu varamönnum inn í borgarstjórn fyrir sig. En þá er það spurningin hvaða gæfulega lið það er ...
Þetta er úr fjölmiðlagagnrýni frá árinu 2005 þegar Gústaf óð uppi á Útvarpi Sögu:
„Á Útvarpi Sögu er morgunþáttur semGústaf Níelsson er í stuttu máli sagt hómófóbískur rasisti og karlremba sem finnst í lagi að níðast á dýrum. Í raun virðist hann leggja fæð á alla sem ekki er hægt að flokka sem hvítan íhaldssaman kristilegan gagnkynhneigðan karl.
nefnist Bláhornið en þar lætur Gústaf
Níelsson gamminn geisa með aðstoð
hlustenda. Gústaf getur verið skemmti-
legur en það er ákveðinn galli á hans
ráði að hann hefur slæmt ofnæmi fyr-
ir femínistum og umbreytist í verstu
tegund af karlrembu í hvert sinn sem
málstaður þeirra berst í tal. Honum er
heldur ekki vel við samkynhneigt fólk,
sem hann virðist vilja lækna af „vill-
unni". Nú er komið í ljós að útlending-
ar eru útvarpsmanninum ekki heldur
nægjanlega þóknanlegir.
Gústaf var stórlega misboðið á dög-
unum vegna frétta um að íslensk stjórn-
völd hefðu ákveðið að veita konum frá
Kólumbíu hæli hér á landi. „Allslaust og
ómenntað fólk," þrumaði hann, og bætti við
að alls kyns vandamál myndu fylgja
í kjölfar þessa „innflutnings". Helst var
á honum að skilja að
kólumbíska mafían myndi fylgja kon-
unum til landsins. Hlustendum gafst
síðan tækifæri á að hringja inn í þáttinn
og koma með innlegg í umræðuna. „íslensk
stjórnvöld skulda okkur skýringar,"
brýndi Gústaf fyrir hlustendum […]
Gústaf skellti skuldinni
á femínista, sem hann taldi hafa mis-
notað íslensk stjórnvöld og talaði um
„kerlingagrúppur sem væru að reyna
að bjarga heiminum og flytja inn ein-
stæðar mæður og ekkjur."
Heldur var þetta dapurlegur klukku-
tími á Útvarpi Sögu.“
Framsóknarkonurnar í borgarstjórn máttu vita um almenna fordómafulla afstöðu hans en þeim fannst greinilega bara sniðugt að hann væri íslamófóbískur. Þeim hefur líklega fundist hann heppilegur til að hrista uppí þessu „óþarfa mannréttindaráði“. Að þær skyldu sækja þennan illa þefjandi skúnk í annan flokk sýnir kannski best hvað þeim bráðlá á að koma afstöðu hans á framfæri. Líklega hafa þær vonað að fundir mannréttindanefndar leystust upp í rifrildi um grundvallaratriði. Afsökuninni að þær hafi ekki vitað um hómófóbíu hans er best lýst með orðum Sóleyjar Tómasdóttur:
„Þeim var fullkunnugt um afstöðu Gústafs til múslima og fjölmenningar yfir höfuð. Þær sóttust bara eftir rasisma - ekki hómófóbíu. Konur með prinsippin á hreinu!“Viðbrögð Framsóknarmanna þarf að lesa í því samhengi að þeim hafi ekki síst fundist óhepplegt að leitað sé liðsinnis Sjálfstæðismanna til að manna stöður í stað þess að fá Framsóknarmann í nefndina. Nema að einhverjum innan Framsóknarflokksins hafi fundist loksins nóg komið af skrípalátum og nú væri kominn tími til að hætta að daðra svo augljóslega við útlendingahatur. Það væri farið að snúast um of í höndunum á þeim.
En það verður líka að líta til þess, einsog Þórður Snær Júlíusson bendir á að
„Útlendingaandúðarumræðan sem frambjóðendur Framsóknarflokksins nýttu sér til að komast í borgarstjórn fékk að grassera í meira en sjö mánuði án þess að forysta flokksins hafi brugðist við. Það gerðist fyrst í dag eftir að hommahatari með múslimaóþol var skipaður sem fulltrúi flokksins í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Og það voru allt aðrir forystumenn en formaðurinn sem sáu um þá hörku. Eina sem Sigmundur Davíð hefur sagt er að skipan Gústafs hafi verið mistök.“
Eftir stendur samt sem áður að dómgreind Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur er greinilega stórlega brengluð. Ekki að það hafi þær hafi sýnt neitt annað fram að þessu en hér fóru þær endanlega út fyrir öll mörk. Ef vanþóknun helstu ráðamanna flokksins er raunveruleg þá ættu þeir að fara fram á að Sveinbjörg og Guðfinna segðu af sér og hleyptu varamönnum inn í borgarstjórn fyrir sig. En þá er það spurningin hvaða gæfulega lið það er ...
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, Innflytjendamál, pólitík, rasismi, sveitastjórnarmál, trú, vændi
<< Home