Pegida í boði Framsóknarflokks og forsætisráðherra
Það eru ekki geðslegar fréttir að „íslensk Facebook síða í nafni Pegida, pólitískra samtaka sem berjast gegn „Íslamvæðingu Vesturlanda“ hefur verið opnuð. Þar er meðal annars birt hvatning um baráttu gegn byggingu mosku í Reykjavík“. Enn ömurlegri er þvælan sem rann uppúr Sjálfstæðisþingmanninum Ásmundi Friðrikssyni sem vill að bakgrunnur allra múslima á Íslandi sé kannaður. Reyndar hafa Sjálfstæðismenn hver um annan þveran hafnað þessari skoðun og lýst andúð á orðum Ásmundar. Líka formaður flokksins.
Það átti ekki við í fyrra þegar Framsókn og flugvallarvinir undir forystu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur vildu leggja stein í götu moskubyggingar í Reykjavík, þá sagði formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki múkk. Gerði hreinlega ekkert til að aftengja sig hatursorðræðu í garð múslima. Síðan ákvað hann að fara ekki í gönguna í París hvar allir forsætisráðherrar Norðurlandanna mættu og breið samstaða var meðal æðstu ráðamanna í vestanverðri Evrópu var um að mæta, og uppdiktaði einhverja þá lélegustu fjarvistarsönnun sem sést hefur. Svaraði svo með sínum endalausa útúrsnúningshroka að yfirleitt væri hann skammaður fyrir að ferðast of mikið.
Viðbragðsleysi Sigmundar Davíðs er sem olía á eld þeirra sem hatast útí múslima á Íslandi. Nú þykir þeim sér óhætt að tengja sig við haturshreyfingar í Evrópu, sem flest fólk hefur skömm á og Angela Merkel kanslari hefur sérstaklega beint sér gegn, enda veit hún eins og aðrir að slíkar haturshreyfingar geta orðið upphaf að ósegjanlegum hörmungum fyrir þá sem eru skotspænir hatursáróðursins. Hún er hinsvegar alvöru leiðtogi, það sama verður ekki sagt um Sigmund Davíð. Honum hæfa best orð Illuga Jökulssonar:
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veldur ekki starfi forsætisráðherra.
Hann er stöðugt í tómu klúðri og bregst svo við með varnarhroka, yfirgangi og sjálfhverfri paranoju. Hann veldur ekki starfinu, punktur.“
Það átti ekki við í fyrra þegar Framsókn og flugvallarvinir undir forystu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur vildu leggja stein í götu moskubyggingar í Reykjavík, þá sagði formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki múkk. Gerði hreinlega ekkert til að aftengja sig hatursorðræðu í garð múslima. Síðan ákvað hann að fara ekki í gönguna í París hvar allir forsætisráðherrar Norðurlandanna mættu og breið samstaða var meðal æðstu ráðamanna í vestanverðri Evrópu var um að mæta, og uppdiktaði einhverja þá lélegustu fjarvistarsönnun sem sést hefur. Svaraði svo með sínum endalausa útúrsnúningshroka að yfirleitt væri hann skammaður fyrir að ferðast of mikið.
Viðbragðsleysi Sigmundar Davíðs er sem olía á eld þeirra sem hatast útí múslima á Íslandi. Nú þykir þeim sér óhætt að tengja sig við haturshreyfingar í Evrópu, sem flest fólk hefur skömm á og Angela Merkel kanslari hefur sérstaklega beint sér gegn, enda veit hún eins og aðrir að slíkar haturshreyfingar geta orðið upphaf að ósegjanlegum hörmungum fyrir þá sem eru skotspænir hatursáróðursins. Hún er hinsvegar alvöru leiðtogi, það sama verður ekki sagt um Sigmund Davíð. Honum hæfa best orð Illuga Jökulssonar:
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veldur ekki starfi forsætisráðherra.
Hann er stöðugt í tómu klúðri og bregst svo við með varnarhroka, yfirgangi og sjálfhverfri paranoju. Hann veldur ekki starfinu, punktur.“
Efnisorð: Innflytjendamál, pólitík, rasismi
<< Home