Sjaldgæf samstaða á friðsamri samkomu
Viðbrögð Parísarbúa við hryðjuverkunum á miðvikudag voru að þyrpast út á göturnar, hittast og sýna bæði samstöðu og að þeir létu ekki hræða sig. Í dag var svo skipulögð samkoma þar sem þjóðarleiðtogum var boðið að taka þátt, og aftur fylltust götur og torg Parísar og reyndar fleiri borga í Frakklandi.
Ég kveikti á sjónvarpinu í þann mund sem verið var að smala þjóðarleiðtogum upp í rútur (nei, ekki íslenska sjónvarpinu, því fannst auðvitað boltaleikur mikilvægari, en hinar Norðurlandaþjóðirnar voru með beinar útsendingar). Það var góð tilfinning að sjá Ernu Solberg í hópi kuflklæddra karla frá einhverjum Arabaríkjum, þeir að öllum líkindum þjóðhöfðingjar yfir ótal múslimum, það voru múslimar sem frömdu hryðjuverkin í París, og svo hún forsætisráðherra Noregs þar sem kristni hryðjuverkamaðurinn Breivik gekk berserksgang hér um árið. En enginn var kominn til að benda á hverjir væru verri hryðjuverkamenn, kristnir eða múslimar, heldur voru þau öll komin til að sýna samstöðu með frönsku þjóðinni.
Mest var þó sýnt frá mannfjöldanum þar sem fólk veifaði ýmsum þjóðfánum og lagði þannig áherslu á að fólk getur átt uppruna sinn að rekja til lands sem því þykir vænt um enda þótt það hafi sest að í Frakklandi og finni til samstöðu með frönsku þjóðinni, annað þarf ekki að útiloka hitt.
Þegar svo þjóðarleiðtogahópurinn birtist sást ekkert til Arabana (nema þeir hafi verið aftast og ekki lent í mynd) en fremst gengu François Hollande forseti Frakka og Angela Merkel kanslari Þýskalands arm í arm. Hinumegin við Hollande var Ibrahim Boubacar Keïta forseti Malí og þarnæst Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. Mahmoud Abbas forseti Palestínu leiddi afturámóti Angelu Merkel. Þarna voru því svarnir óvinir sitthvoru megin við þjóðhöfðingja landa sem hafa löngum átt í stríði en hafa grafið stríðsöxina. Auk þess var David Cameron forsætisráðherra Breta þarna líka, en hans þjóð átti öldum saman eitthvað vantalað við Frakka, og enn lengra úti á kantinum voru norrænir núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar. Jens Stoltenberg sannarlega réttur maður á réttum stað þarna, hann sýndi umheiminum hér um árið hvernig mæta má illsku með kærleika. Nú var það Hollande sem gekk um og tvíkyssti og knúsaði hvern þann sem var móttækilegur fyrir atlotum gestgjafans.
Auðvitað veit ég vel að Stoltenberg er núna yfirmaður NATO og að sumir þessara þjóðarleiðtoga hafa mun fleiri mannslíf á samviskunni en féllu í París á nýliðnum dögum (það var t.d. svolítið nöturlegt að horfa á andlit Netanyahu þarna í fremstu röð; lífverðirnir hans slepptu ekki af honum hendinni). Og það er réttilega bent á að margir þeirra sem þarna mættu „til að standa með tjáningarfrelsinu“ stjórna löndum þar sem tjáningarfrelsið er fótum troðið af stjórnvöldum. Kannski var þetta alltsaman bara risastór almannatengslasýning, eða bara „við verðum að vera þarna því allir hinir fara“ (nema íslenskir ráðamenn sem eru uppteknari en hinir 50 þjóðarleiðtogarnir, en það var bara ágætt að sjá ekki smettið á þeim þarna og fara að pirrast) en í smástund, meðan þessi friðsamlega samkoma milljóna manna af misjöfnum uppruna sem aðhyllast allar mögulegar trúarskoðanir og enga, þá var hægt að fyllast von um að heimurinn tæki nú kannski sönsum.
(mynd héðan)
Ég kveikti á sjónvarpinu í þann mund sem verið var að smala þjóðarleiðtogum upp í rútur (nei, ekki íslenska sjónvarpinu, því fannst auðvitað boltaleikur mikilvægari, en hinar Norðurlandaþjóðirnar voru með beinar útsendingar). Það var góð tilfinning að sjá Ernu Solberg í hópi kuflklæddra karla frá einhverjum Arabaríkjum, þeir að öllum líkindum þjóðhöfðingjar yfir ótal múslimum, það voru múslimar sem frömdu hryðjuverkin í París, og svo hún forsætisráðherra Noregs þar sem kristni hryðjuverkamaðurinn Breivik gekk berserksgang hér um árið. En enginn var kominn til að benda á hverjir væru verri hryðjuverkamenn, kristnir eða múslimar, heldur voru þau öll komin til að sýna samstöðu með frönsku þjóðinni.
Mest var þó sýnt frá mannfjöldanum þar sem fólk veifaði ýmsum þjóðfánum og lagði þannig áherslu á að fólk getur átt uppruna sinn að rekja til lands sem því þykir vænt um enda þótt það hafi sest að í Frakklandi og finni til samstöðu með frönsku þjóðinni, annað þarf ekki að útiloka hitt.
Þegar svo þjóðarleiðtogahópurinn birtist sást ekkert til Arabana (nema þeir hafi verið aftast og ekki lent í mynd) en fremst gengu François Hollande forseti Frakka og Angela Merkel kanslari Þýskalands arm í arm. Hinumegin við Hollande var Ibrahim Boubacar Keïta forseti Malí og þarnæst Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. Mahmoud Abbas forseti Palestínu leiddi afturámóti Angelu Merkel. Þarna voru því svarnir óvinir sitthvoru megin við þjóðhöfðingja landa sem hafa löngum átt í stríði en hafa grafið stríðsöxina. Auk þess var David Cameron forsætisráðherra Breta þarna líka, en hans þjóð átti öldum saman eitthvað vantalað við Frakka, og enn lengra úti á kantinum voru norrænir núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar. Jens Stoltenberg sannarlega réttur maður á réttum stað þarna, hann sýndi umheiminum hér um árið hvernig mæta má illsku með kærleika. Nú var það Hollande sem gekk um og tvíkyssti og knúsaði hvern þann sem var móttækilegur fyrir atlotum gestgjafans.
Auðvitað veit ég vel að Stoltenberg er núna yfirmaður NATO og að sumir þessara þjóðarleiðtoga hafa mun fleiri mannslíf á samviskunni en féllu í París á nýliðnum dögum (það var t.d. svolítið nöturlegt að horfa á andlit Netanyahu þarna í fremstu röð; lífverðirnir hans slepptu ekki af honum hendinni). Og það er réttilega bent á að margir þeirra sem þarna mættu „til að standa með tjáningarfrelsinu“ stjórna löndum þar sem tjáningarfrelsið er fótum troðið af stjórnvöldum. Kannski var þetta alltsaman bara risastór almannatengslasýning, eða bara „við verðum að vera þarna því allir hinir fara“ (nema íslenskir ráðamenn sem eru uppteknari en hinir 50 þjóðarleiðtogarnir, en það var bara ágætt að sjá ekki smettið á þeim þarna og fara að pirrast) en í smástund, meðan þessi friðsamlega samkoma milljóna manna af misjöfnum uppruna sem aðhyllast allar mögulegar trúarskoðanir og enga, þá var hægt að fyllast von um að heimurinn tæki nú kannski sönsum.
(mynd héðan)
Efnisorð: alþjóðamál, trú
<< Home