Gangstéttabænir og áreitnisráðgjöf
Þegar ég skrifaði um bænahóp Lífsverndar við Landspítalann, þennan sem stillir sér þar upp vegna andstöðu við fóstureyðingar, þá angraði vera hans mig en mér fannst þessar örfáu hræður líka fremur aumkunarverðar. Síðan hef ég aldrei séð þennan bænahóp þegar ég hef átt leið um Landpítalalóðina og var næstum búin að gleyma tilvist hans.
En nú er bænahópurinn aftur kominn í umræðuna og það vill svo til að ég er nýbúin að sjá bandarískt myndband um verulega svæsna áreitni sem konur verða fyrir þegar þær hyggjast sækja sér ráðgjöf um meðgöngurof eða fara í aðgerðina sjálfa. Skiltum með myndum af blóðugum fóstrum veifað, gert hróp að konunum. Þeim óskað helvítisvistar. Það er auðvitað munur á slíku og örfáum hræðum að biðja bænir, en það er stigsmunur en ekki eðlismunur.
Miðað við trúarofstopa sem virðist fara vaxandi hér á landi* svo ekki sé minnst á kvenfyrirlitningu, þá gæti verið næsta skref að Lífsverndarfólk eða aðrir andstæðingar fóstureyðinga stilli sér upp við dyr kvennadeildar Landspítalans í árásargjarnari tilgangi en bænahópurinn gerir nú.** Þá er vont að hafa leyft bænakvakinu að vera óáreittu á lóðinni, hægt er að vísa í það fordæmi og segja „við erum heldur ekkert að áreita neinn, við erum einsog þau bara að viðra tjáningarfrelsið“.
Þannig að nú finnst mér orðið brýnt að gera bænahópinn brottrækan af lóðinni og setja skýrar reglur um að ekkert og enginn eigi erindi inná lóðina nema til að leita sér lækninga, fylgja einhverjum eða sækja á spítalann, og að heimsækja sjúka. Vísa megi allri annarri viðveru fólks burt af lóðinni.
Annars væri kannski hægt að sameina tvö umdeild mál í eitt, og leyfa börnum sem þegar hafa fæðst og ganga nú í skóla að vera í friði fyrir trúarinnrætingu, en senda bænahópinn í kirkjur á aðventunni í staðinn. Þá er báðum greiði gerður, og þeim trúarheitu verður ekki eins kalt, eða hvað mættu annars mörg þeirra á bænastundina á spítalalóðinni í hádeginu í dag?
___
* Ef til vill er það ekki rétt mat hjá mér að trúarofstopi hafi aukist. Kannski er hann bara svona áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla og þegar hans verður vart í ræðustól alþingis þar sem nýtilkomin aðventuuppátæki skólanna eru sögð renna þjóðinni í merg og bein og jólin liggi undir skemmdum ef börn fái ekki að fara í kirkju á skólatíma.
** Sjá lið 18 og 19 á lista Lífsverndar um „hvað þú getur gert í lífsverndar baráttunni“. Þar er reyndar líka mælt með að fólk skipuleggi „göngur, bænastundir, afhendingu lesefnis, mótmælastöður og gangstéttarráðgjöf“ og það er því ekkert í hugmyndafræði Lífsverndar sem segir að þau eigi bara að halda sig við bænastundir, heldur gætu þau þessvegna tekið uppá að áreita konur með „gangstéttarráðgjöf“.
En nú er bænahópurinn aftur kominn í umræðuna og það vill svo til að ég er nýbúin að sjá bandarískt myndband um verulega svæsna áreitni sem konur verða fyrir þegar þær hyggjast sækja sér ráðgjöf um meðgöngurof eða fara í aðgerðina sjálfa. Skiltum með myndum af blóðugum fóstrum veifað, gert hróp að konunum. Þeim óskað helvítisvistar. Það er auðvitað munur á slíku og örfáum hræðum að biðja bænir, en það er stigsmunur en ekki eðlismunur.
Miðað við trúarofstopa sem virðist fara vaxandi hér á landi* svo ekki sé minnst á kvenfyrirlitningu, þá gæti verið næsta skref að Lífsverndarfólk eða aðrir andstæðingar fóstureyðinga stilli sér upp við dyr kvennadeildar Landspítalans í árásargjarnari tilgangi en bænahópurinn gerir nú.** Þá er vont að hafa leyft bænakvakinu að vera óáreittu á lóðinni, hægt er að vísa í það fordæmi og segja „við erum heldur ekkert að áreita neinn, við erum einsog þau bara að viðra tjáningarfrelsið“.
Þannig að nú finnst mér orðið brýnt að gera bænahópinn brottrækan af lóðinni og setja skýrar reglur um að ekkert og enginn eigi erindi inná lóðina nema til að leita sér lækninga, fylgja einhverjum eða sækja á spítalann, og að heimsækja sjúka. Vísa megi allri annarri viðveru fólks burt af lóðinni.
Annars væri kannski hægt að sameina tvö umdeild mál í eitt, og leyfa börnum sem þegar hafa fæðst og ganga nú í skóla að vera í friði fyrir trúarinnrætingu, en senda bænahópinn í kirkjur á aðventunni í staðinn. Þá er báðum greiði gerður, og þeim trúarheitu verður ekki eins kalt, eða hvað mættu annars mörg þeirra á bænastundina á spítalalóðinni í hádeginu í dag?
___
* Ef til vill er það ekki rétt mat hjá mér að trúarofstopi hafi aukist. Kannski er hann bara svona áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla og þegar hans verður vart í ræðustól alþingis þar sem nýtilkomin aðventuuppátæki skólanna eru sögð renna þjóðinni í merg og bein og jólin liggi undir skemmdum ef börn fái ekki að fara í kirkju á skólatíma.
** Sjá lið 18 og 19 á lista Lífsverndar um „hvað þú getur gert í lífsverndar baráttunni“. Þar er reyndar líka mælt með að fólk skipuleggi „göngur, bænastundir, afhendingu lesefnis, mótmælastöður og gangstéttarráðgjöf“ og það er því ekkert í hugmyndafræði Lífsverndar sem segir að þau eigi bara að halda sig við bænastundir, heldur gætu þau þessvegna tekið uppá að áreita konur með „gangstéttarráðgjöf“.
Efnisorð: fóstureyðingar, trú
<< Home